Ég og Ragnar vinur minn.....
26.9.2007 | 21:54
....reykhás. Við erum svo sannarlega nátengd !! Þegar fréttir af dónalegum Íslendingum í bakaríum bárust í gær var ég yfir mig hneyksluð. Hví skyldi það fólk sem kemur hér til lands og vinnur þá vinnu sem við höfum ekki fólksauð í að sinna þurfa að þola dónaskap og leiðindi þó það tali ekki íslensku? Síðan las ég grein Marðar Árnasonar í Fréttablaðinu í dag ( skyldi mér verða hent út af Moggablogginu?) og snarsnérist hugur. Eða altsvo ekki gagnvart dónaskapnum heldur,- hví skyldum við ekki ætlast til að á Íslandi sé töluð íslenska ?
Auðvitað á að ætlast til þess, þó það nú væri. En ekki með dónaskap og leiðindum,- þannig fáum við nú málum ekki framgengt ( skemmtilegur orðaleikur hjá mér,- á íslensku). Það þarf náttúrulega að styðja við það fólk sem aðstoðar okkur við að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum hafa í þessu landi. Eða viljum við frekar að börn afgreiði okkur í Ikea og Bónus heldur en erlendir ríkisborgarar ? ( Reyndar efni í annan pistil að börn megi passa börn í Ikea en ekki afgreiða á kassa,- hvert er verðmætamatið hér e-lega?)
Þetta ætti nú að vera svo auðvelt í bakaríum og veitingastöðum. Í stað þess að hafa matseðla og verðlista eingöngu á ritmáli, hvort heldur er íslensku eða engilsaxnesku þá ætti auðvitað að bæta við myndmáli. Hin tæknivædda þjóð sem við erum ættum nú að eiga nægjanlegt magn af stafrænum myndavélum. Hvurnig væri að smella mynd af réttunum og bakarískruðeríinu inn á menjúana ( góð íslenska....)? Og þá er hægt að pota og benda og enginn segir aukatekið orð og helg ró og næði hvílir yfir vötnum,- ja eða rauðvíni eða expresso ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)