Ekta föstudagskvöld...
21.9.2007 | 23:06
Mér finnst reyndar að við ættum að taka upp málvenju frænda vorra Færeyinga og segja barasta föstukvöld,- sleppa þessu dags inn á milli, en það er nú svosem önnur saga og ég ætlaði ekkert að blogga um þennan skemmtilegra sið þeirra austur frá.
Hitt er annað mál að nú er típískt föstudagskvöld hjá miðaldra hjónum og börnum þeirra. Frúin hálfsofnuð upp í sófa yfir Rebusi,- já meira að segja Rebusi, uss og svei. Svo þreytt að hana langar ekki einu sinni í eitt rauðvínstár en sér rúmið sitt í hillingum. Bóndinn búinn að pakka fyrir tilvonandi sjóferð og möndlast e-hvað í tölvunni. Sonurinn upp í rúmi að lesa bók og dóttirin situr við borðstofuborðið og teiknar og teiknar. jamm, þetta er lífið, ungdómurinn í hollum gamaldags tómstundaiðjum en gamla settið í nútíma afþreyingu. Fussum svei... ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)