Fjölmiðlar
20.9.2007 | 16:24
Mikið getur nú fjölmiðlafólk verið fljótfært og sent frá sér hina mestu vitleysu.......sérstaklega þegar um stórmál er að ræða eins og Skútumálið á Fáskrúðsfirði( skyldi þetta hafa verið frönsk skúta???). Mér fannst amk alveg dæmalaust þegar fréttamaður RUV sagði,- ...um það bil 10 óeinkennisklæddir lögreglubílar voru á ferðinni,- og síðan las ég þetta á Vísi.is ........Að lögregluaðgerðinni komu fjölmennt lið lögreglunnar á Fáskrúðsfirði.............. Mér vitanlega hefur nú aldrei verið gríðarlega fjölmennt lið lögreglu á Fáskrúðsfirði,- en efast þó ekki um að þeir hafi gengið fram af krafti þeir Óskar og Grétar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fallegi, franski fjörðurinn...
20.9.2007 | 10:49
....minn,- orðinn vettvangur glæpa og sérsveitarlögreglu. Spurning hvort að löggumenn Björns Bjarna séu að fara offari í lögguleiknum sínum eða hvað? En svei og svei ef dópsmyglarar eru að nota minn dásamlega og friðsæla fjörð sem löndunarstöð !!
![]() |
Greinilega stórmál í gangi á hafnarsvæðinu á Fáskrúðsfirði" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)