Öðruvísi mér áður brá
15.9.2007 | 13:02
Á mínum sokkabandsárum hefði ég nú hoppað hæð mína þrefalda að eiga afmæli á föstudegi ;) og aldeilis farið á djammið,- en nú þegar frúin er orðin svona gömul og grá þá óskaði hún eftir pitzzu a´la Bogi í kveldmat,- ( bara pizzubotn, þunnur og hálfbrakandi, hella yfir fullt af hvítlauksolíu, parmaskinka ofaná, klettasalat, böns af gróft rifnum parmasan og Maldonsalt........ummmmm) og rauðvínstár með. Börnin, Bogi og góðir gestir frá Blönduósi eyddu kveldinu með mér,- kertaljós,kaffi og grand eftir miðnætti og Eva og ég létum móðan mása til kl. 03:39.....
Takk fyrir mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)