Blátt, bleikt eða bara fjólublátt???
28.8.2007 | 19:46
Nú er ein kreðsan enn í hausnum á mér. Ólík sjónarmið stangast á,- en þó eru þau svo lík. Málið er að einn enskukennari í skólanum óskar eftir því að skólinn gerist áskrifandi í smátíma að ensku fótboltablaði. Mér fannst það hið besta mál ( enda sonur minn orðinn vel enskulesandi af umræddu blaði), þá kom annar kennari og benti á að þarna myndi nú halla á stúlkurnar,- þær hefðu mun minni áhuga á fótbolta en strákarnir. Hmmmm,- alveg rétt, bæði eru færri stúlkur með áhuga á fótbolta og síðan eru ekki umfjallanir um kvennabolta í umræddu blaði. Nú var ég komin í flækju,- já og að hvaða blaði eigum við þá að gerast áskrifendur fyrir stúlkurnar,- unglinga-e-hvað, tíska,fína og fræga fólkið- eða hvað. Þar er nóg af umfjöllun um kvenfólk og þær hafa margar áhuga á því.
Kommon,- nú var allt komið í kreðsu,- erum við ekki að horfa of mikið á staðalmyndir hér. Gerum ráð fyrir áhugamálum beggja kynja,- og festum við þá bara ekki staðalmyndirnar enn betur í hausnum á börnunum. Og síðan á móti,- hvað er betra í námi en að nýta sér áhuga þess sem nemur,- að læra í gegnum áhugamál er geggjað. Og eitt enn,- eigum við að finna e-hvað blað sem við gerum ráð fyrir að höfði til beggja kynja,- eða bara sleppa áskriftinni og halda okkur við kennslubækurnar !!
Það er enn allt í kreðsu,- ég aðhyllist held ég öll sjónarmiðin,- held við verðum bara áskrifendur af fjallgöngutímariti...................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eld-eld-gamla daga !!
28.8.2007 | 19:37

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)