Hafmeyja

SPG1157~Mermaids-Don-t-Use-Combs-Posters Mikið er nú gaman að því að til sé litríkt fólk sem hristir upp í okkur hinum.  Fór á gjörsamlega frábæran gjörning í dag þar sem hin dásamlega Anna Richards fór á kostum sem hafmeyja.  Hún byltist um á fleka og selir syntu í kring.  Síðan kastaði hún sér í sjóinn og var hífð upp úr honum af gríðarlegum krana.  Hugsið ykkur ef svona fólk væri ekki til,- það væri allsvakalegt.  Dáist af hugrekki hennar og sniðuglegheitum.  Áfram Anna.....

Tiger?

GolfBall%202006Fór í golf í gær.  Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég hef hingað til ekki verið mikil golfáhugamanneskja.  Hef einu sinni áður spilað golf, ætli það hafi ekki verið sumarið 1989 þegar ég fór á Jónsmessumót þar sem óvanir og vanir léku saman í liði og ég og minn vani unnum.  Það gekk nú ekki alveg eins vel í gær.  Var óttalegur klaufi í púttinu, sem ein vildi kalla að raka ( mér finnst það góð skilgreining hjá henni, hún vill meina að fyrst að fólk slái fyrst að gríninu þá hljóti fólk að raka síðan ;) .  Kúlan hoppaði stundum yfir holuna, án gríns ( en samt á gríni), en mér gekk nokkuð vel að slá,- bý held ég enn að kennslunni fyrir 18 árum þegar ég var hárreitt svo illilega að það situr enn í mér og ég glápi stanslaust á kúluna við sláttinn..............

Kannske kona fari bara að leggja þetta sport fyrir sig??


Bloggfærslur 25. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband