Stjörnuspáin...
20.8.2007 | 18:33
passar sko vel við í dag get ég nú sagt ykkur.
Meyja: Já, satt er að þér finnst þú enn eiga langt í mark. En manstu þegar þú varst á upphafsreit? Fagnaðu þess hve langt þú ert kominn.
Stemmir nú vel við að það er búin að vera botnlaus vinna undanfarna daga vegna klúðurs í forsendum í stundatöflunni. Lauk því um helgina og ég fagna því hversu langt ég er komin......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ber,ber og meiri ber
20.8.2007 | 18:29
Fór í dásamlegan berjamó í gær með bónda og börnum ;) Ætluðum út á Þelamörk en fengum þær fregnir síðan að nóg væri af berjum í Víkurskarði og lögðum við af stað þangað. Síðan yfirtók forvitnin okkur og við gerðum lykkju á leið okkar til að skoða hús nokkuð þekkts Íslendings og gervigæsir og svani í garði hans. Nú, nú, við skoðuðum það og héldum síðan áfram en enduðum þá í Vaðlaheiði. Svona getur forvitnin leitt fólk á nýjar slóðir !! og þvílíka magnið af berjum, krækiber, bláber, aðalbláber í massavís og síðan hin dökku, kyngimögnuðu aðalber. Þau hef ég eingöngu séð hér á Norðurlandinu...........Þetta var frábær dagur, með frábæru fólki og frábærri berjauppskeru !!
Aðalberjapæ í eftirrétt í næsta matarboði get ég aldeilis sagt ykkur........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)