Hent út...
2.8.2007 | 15:07
Þar sem ég er í hinum gríðarlega kostablóðflokki O- þá fór ég einu sinni til að gefa blóð,- sá fyrir mér að blóð mitt myndi bjarga fjölda kven- og mannslífa. Mér var hent öfugri út takk fyrir,- í fyrsta lagi þá er ég með berklabakteríuna í mér ( mótefni sem sprautað var í mig að mér forspurðri nýfæddri), í öðru lagi er ég með asperín ofnæmi,- í þriðja lagi var ég nýbúin á penisilínkúr þegar ég ætlaði að gerast hetja og í fjórða lagi var ég með afskaplega lágan blóðstatus á þessum tíma. Þetta var nú svekkjandi og þó svo að blóðstatusinn hafi farið heldur upp á við og penisilín ekki komið inn fyrir mínar varir í mörg ár þá er berklabakterían og asperínofnæmið enn til staðar.............þannig að ekki bjarga ég lífum með því að gefa blóð,- fúlt !!
![]() |
Blóðbankinn kallar eftir O mínus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Búin....
2.8.2007 | 14:55
...að kaupa þvottavél,- þannig að það stefnir í stórþvott um helgina
Líka búin að fara í Bónus,- ligga,ligga lá,- svoldið troðið en ég lifði af. Lenti á hinum stórskemmtilega Jónasi afgreiðslumanni,- alltaf svo jákvæður og hress,- kemur með skemmtileg komment á innkaupin eins og... þú græðir nú á þessum kjúklingakaupum,svaka afsláttur. Og svo í lokin segir hann alltaf...þetta gerir aðeins 14232 krónur eða hver sem upphæðin er. Við erum nú bara farin að spjalla eins og bestu kunningjar og í dag áttum við spjall um umhverfishugsun,- hann er farinn að prenta báðum megin á kvittanir og ég set ávexti og grænmeti ekki í þunnu pokana, heldur hrúga öllu í körfuna og set síðan allt í einn poka. Gaman að þessu og síðasta helgi í þessari sumarfríslotu framundan. Verður það ekki tómt tjill og gleði ???


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)