Finnar gera fleira...
4.12.2007 | 12:50
...en að mennta kennara sína vel. Í Finnlandi er heildarhugsun/umhyggja í kringum börnin í skólakerfinu,- þar fá öll börn heitan mat í hádeginu sér að kostnaðarlausu ( og svo hefur verið siðan í heimstyrjöldinni síðari), ef barn þarf iðjuþjálfun/sjúkraþjálfun/talþjálfun o.s.frv. þá skilst mér að það sé tekið á því innan skólanna. Eftir því sem mér er sagt þá er í raun hlúð að öllu í kringum hvert barn á heildrænan hátt innan skólans,- í það fer fjármagn. Grunnhugmyndin er greinilega umhyggja og heildstæði. Við hér erum líklega of mikið að búta börnin í sundur,- taka á þessum þætti hér og hinum þættinum þarna.
Oft þarf nefnilega að fara aðrar leiðir en þær augljósu. Ef barn nær hefur ekki tök á ákveðnu efni í náttúrufræði þá er ekki endilega leiðin að kenna því meiri náttúrufræði. Það þarf kannske að gefa barninu heitan mat,- efla sjálfstraust þess og hvað og hvað. Láta því líða vel og þá getur það lært !!
![]() |
PISA-könnun vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)