Snjóruðningur %&/#"!(*
3.12.2007 | 09:10
Það er nú alveg einkennilegt að í vetrarbænum Akureyri virðist sem snjómokstur sé e-hvað sem er bara stundað á afspyrnufáum götum og afskaplega sjaldan. Ja, nema þetta sé alveg úthugsað til þess að Akureyringar og ferðafólk skíði hér um götur og torg !!
Í gær var sunnudagur. Vitið þið, mér er alveg sama hvaða dagur er, það ætti að vera hægt að ryðja a.m.k. helstu götur. Jú, jú,- langa gatan niður í bæ var greinilega rudd fyrripart dags sem og upp Gilið. Annað varð ég ekki vör við. Ekki einu sinni Þórunnarstræti sem er nú mikil tengibraut og liggur t.d. að Glerártorgi sem er aðal verslunarmiðstöð Akureyrar og var opin í allan gærdag. Það var ekki einu sinni búið að ryðja Þórunnarstrætið í morgun þegar ég fór af stað skömmu fyrir klukkan 8.
Ég get pirrað mig út í hið óendanlega á þessu. Hef búið við þá dýrðardrengi fyrir austan sem ruddu hægri, vinstri þegar það kemur snjór. Þar búa innan við 1000 manneskjur en hér yfir 17000. Kona skyldi ætla að þjónustustigið í götuhreinsun væri a.m.k. jafngott í stærri bænum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)