Ég lifi....
21.12.2007 | 13:27
Þrátt fyrir að vera næstum drukknuð í barnastússi, vinnu og jóla, jóla, jólastússi. Hélt um tíma að ég myndi drukkna í jólakortum, jólagjöfum, jólapappír og borðum. Já, borðum, var um tíma með jólaborða vafða utanum mig, límbönd á ólíklegustu stöðum og glimmer...........en tókst að bjarga mér úr klípunni, jólakortin farin í póst, pakkar í flutningabíla og glimmerið í vaskinn ;)
Rjúpurnar verða teknar úr kistunni á eftir, grjónin soðin í rjóma og Bogi kemur heim á morgun eða hinn. Þá mega jólin barasta alveg koma. Ég og börnin vorum hreinlega að spá í að halda heilög jól um leð og pabbinn mætir á svæðið, en það væri nú svoldið svindl að leyfa honum ekki að stússa aðeins með okkur og skúra smá og pakka inn eins og einum pakka. Þar að auki kann frúin ekkert að elda rjúpur þannig að þá er þessi hugmynd fallin um sjálfa sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)