Eins gott að fjallið opni...

....næstu helgi.  Ég er búin að leggja á mig þvílíkt puð um þessa helgi að annað eins hefur ekki gerst í góðra kvenna minnum.  Ísskápurinn tandurhreinn, búið að þurrka af öllu og taka til í hvurju skúmaskoti.  Já hér hefur sko verið skúrað út úr dyrum,- og ekki verður tekin upp tuska fyrr en á Þorláksmessu.  Fjórar....já FJÓRAR smákökusortir komnar á bakka.  Aðventukransinn tilbúinn, pólsku kúlurnar í gluggana, jólastyttur út um allt, Georg Jensen skraut komið í glugga sömuleiðis. 

Tilgangurinn.  Jú að njóta þess um næstu helgar að svífa sem léttfætt hind niður brekkur Hlíðarfjalls Smile

skiing_kickinghorse_lg


Jólaskap

já, það var svo sannarlega hægt að fara í jólaskapið niður á Ráðhústorgi !!  Ég og börnin tvö nutum þess amk í botn.  Yndislegur kórsöngur hjá Stúlknakór Akureyrarkirkju, lúðrasveit og jólasveinar.  Hvað gæti verið betra ?   Kannski þegar ég og börnin bökuðum í gærkveldi tvær smákökusortir ;) Þeim finnst ekkert smá gaman að mæla allt sem þarf til í kökurnar og saxa súkkulaði og setja síðan á bökunarplötuna.  Og smákökur sem stúlkur og drengir baka sjálf eru miklu betri á bragðið en aðrar ;)   ???að finna uppskrift að brokkolí og gulrótarsmákökum.
mbl.is Norðlendingar í jólaskapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband