Lúkasar kjúlli

Lúkas minn sver sig í ættina og hefur unun af mat og matargerð.  Hann sver sig líka í ættina og heldur mikið með Arsenal.  Og stundum fara þessi góðu áhugamál saman. Amk kom drengurinn í gær með uppskrift sem hann fann í Arsenal blaði.  Rob the Chef´s recipe of the month.  Og vildi endilega að við prufuðum hana. 

Get sagt ykkur að þetta var góðgæti hið mesta, og fljótlegt í eldamennsku, en fljótlegheitin voru kannske vegna þess að Lúkas kokkaði með mér og Kolfreyja lagði á borðið.

Kjúklingabringur skornar í strimla,- ( ég keypti nú bara tilbúna og fulleldaða). Kjúllinn steiktur á pönnu í olíu og slatta af vel söxuðum hvítlauk.  Svartar ólífur út í, sólþurrkaðir tómatar, ferskt basil og alveg dágott magn af spínati. ( s+p að sjálfsögðu og dass af sítrónusafa yfir í lokin.)

Með þessu var að sjálfsögðu hvítlauksbrauð og tómatasalat ( tómatar, rauðlaukur,steinselja,klettasalat, fetaostur og ristaðar furuhnetur.

Og börnin borðuðu af bestu lyst.........


Bloggfærslur 6. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband