Húsanafn óskast !!
3.11.2007 | 15:30
Gunna vinkona mín er með innlegg um nöfn á húsum á blogginu sínu, og reyndar alveg heila síðu með öllun húsanöfnum á Búðum, Fáskrúðsfirði http://www.123.is/gunnag/
Í þorpinu Búðum á Fáskrúðsfirði heita nefnilega flestöll húsin e-hvað. Ég bjó reyndar í húsi sem hefur ekki formlegt nafn,- en er alltaf í daglegu talið kallað skólastjórabústaðurinn,- hver sem býr í því hverju sinni. Því legg ég til að það heiti verði barasta gert að nafni á því ágæta húsi,- skorið út í skilti og hengt á það. Og Gunna þarf að sjálfsögðu að bæta því við á nafnalistann sinn. Amk sem gælunafni.
En nú vantar mig nafn á húsið mitt hér á Akureyrinni,- það gengur nú ekki að eiga bara heima á Löngumýri 2. Húsið mitt er passlega lítið,- ennþá hvítt með gulum gluggakörmum. Verður vonandi innan fárra ára orðið svona sandgult og suðrænt,- með brúnappelsínugulu þaki ( toasted orange). Garðurinn á bak við húsið er risa, risa stór,- og mjög franskur, þ.e. trén, gróður og allt það fær að vaxa að vild. Í húsinu bý ég, ektamaki minn og tvö börn, drengur og stúlka.
En hvað ætti húsið mitt að heita? Hugmyndir óskast............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)