Heimsklassa restúrant ;)

037Bóndinn var heima um helgina og við barnlaus, þar til í dag altsvo.  Okkur datt í hug að það gæti nú verið gaman að fara út að borða en svo langaði okkar bara til að vera heima og borða góðan mat þar.  Og malli minn,- þvílíkur matur.  Hér kemur uppskrif af hreindýri a´la Helga og Bogi. 

Hreindýrafile,- látið liggja í rauðvíni í hálfan dag og í lokin skelltum við dassi af teryaki sósu út á. 

Frúin bjó til salat,- klettasalat og veislusalat skellt saman, smátt skorinn rauðlaukur og slatti af fetaost.  Og síðan bjó frúin einnig til sætukartöflumús,- sætar kartöflur mauksoðnar,- stappaðar og smá engiferrót röspuð saman við.  Við þetta var bætt fljótandi hunangi og salti. Nammi, namm.

Bogi skar síðan file-ið í passlega bita, hitaði á pönnu olíu og teryaki sósu,- saltaði og pipraði kjötið og steikti síðan í örskamma stund.  Setti í pott slatta af mareneringunni, soðinu af pönnunni og bætti við worcestersósu og rjóma, lét sjóða.  Ummmm, besta sósa ever. 

Þetta var náttúrulega alveg guðdómleg máltíð !!!  Besti restúrant í heimi er heima hjá mér ;)


Bloggfærslur 25. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband