Óbeisluð fegurð
18.11.2007 | 22:52
Hún brást nú ekki væntingum mínum þessi stórmynd sem sýnd var á RUV í kveld. Brosið er fast á andlitinu á mér og gleðin í hjartanu. Þetta var sko alvöru mynd um alvöru fólk. Hún Matthildur Helgadóttir er ein af forsprökkurum keppninnar og ein af aðalkarakterum myndarinnar er bloggvinur minn og þið ættuð nú að kíkja á síðuna hennar, sjá má linkinn neðar og til vinstri ;)
Ég gerði nú lítið annað í dag en að horfa á fólk sem ég þekki í sjónvarpinu og að keppa semsagt,- Eva konan hans Kjartans Jóhannssonar ( Guðnýjarsonar-systursonur minn) var í 2ja tíma dagskrá á Skjá 1 í dag ( og gærkveldi en þá var ég ekki heima) og gerði sér lítið fyrir og vann Icefittnes, töggur í stúlkunni get ég sagt ykkur.
Ég þarf nú að stefna að þátttöku í e-hverri svona keppni,- hvort ætti ég að velja fittnes eða óbeislaða fegurð ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þjóðverji eina kveldstund
18.11.2007 | 18:21
Föstudagskveldið var þýskt hjá mér og stöllum mínum í klúbbnum Aftanroða. Þar að leiðandi voru eingöngu þýskættaðir drykkir og réttir. Við átum þýskt biskupabrauð, Kalter Hund köku og mjög þýskar snittur. Það var ekki auðvelt í svona léttvínsklúbb að finna rauðvín frá Þýskalandi. Ég var búin að fara í vínbúðin hér á Ak. og þar var ekkert þýskt rauðvín. Þá náttúrulega var farið á netið og á vinbud.is og þá kom í ljós að til áttu að vera þrjár þýskar rauðvínssortir í þeim mætu búðum á landsvísu. Ég arkaði í vínbúðina hér til að gera sérpöntun en þá kom í ljós að einungis ein tegundin var tiltæk, pantaði hana bara þá. Nóg er þó til að þýsku hvítvíni skal ég segja ykkur. En á vafrinu um netið fundum við svo flotta flösku af þýskum líkjör ( Killepitsch) að einni þannig var skellt í sérpöntunina. Flaskan er bleikari en allt sem bleikt er. Alveg geggjuð. Og búsið bara nokkuð gott. Ekkert ósvipað Jagermeister en þó svolítið betra.
Það er sjálfsagt alveg óþarfi að taka fram að kveldið heppnaðist alveg frábærlega ;)
http://vinbud.is/DesktopDefault.aspx/tabid-54?productID=12027
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)