Jæja já !!!

Ein rannsókn sem segir þetta,- en hvað með allar hinar sem segja hið gagnstæða.  Og hvað með þá foreldra og þau börn sem hafa upplifað annað?

 Mitt mat og mín reynsla er að best sé að hafa lyfja- og atferlismeðferð saman.  Rétt eins og það er ekki nægjanlegt fyrir sykursjúka að taka insulin heldur þurfa þeir líka að breyta mataræði er yfirleitt ekki nóg fyrir adhd-börn að taka ritalin heldur þarf líka atferlismeðferð,- og rétt eins og það að breyta mataræði fyrir sykursjúka er yfirleitt ekki nóg heldur þurfa þeir líka að taka insulin þá er atferlismeðferð fyrir adhd- oft ekki næjanleg heldur þarf lyf líka.

En auðvitað er gott að fá rannsóknir inn,- en ekki gleyma að þetta er ein rannsókn en við höfum tugi/hundraða rannsókna sem segja hið gagnstæða.

Reyndar finnst mér athyglisvert þetta með að lyf gefi góða raun á fyrsta ári!!  Oft þarf að ná þessum krökkum "niður" til að geta hafið atferlismeðferð,- eins og þunglyndislyf þarf á þunglyndissjúklinga til að byrja með til að geta farið að vinna með þá á ýmsan annan hátt !!!

En Conserta og PMT-atferlismeðferð hefur verið besti vinur okkar foreldrana á mínu heimili ;) Gætum án hvorugs verið.


mbl.is Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband