Þar skilur að hvíta og svarta...
7.10.2007 | 22:12
... Ég var bara staðráðinn í að ná hlébarða í þessari ferð,- sagði ungur og viðkunnalegur maður í fréttum RUV í kvöld,- Þar skilur að hvíta og svarta að taka svona,- úbbs, ekkert mjög viðkunnalegur lengur, fullur af kynþáttafordómum. Ææææ, fyrirgefið hann sagði þetta víst ekki,- heldur....þar skilur að menn og homma að taka svona,- hmmmm samt ekki viðkunnalegur svona kynhneiðgarfordómar. Ahhh, ekki sagði hann víst þetta heldur,- heldur ( og nú vona ég að þetta pikkist rétt hjá mér ;) Þar skilur að menn og konur að taka svona..............úbbs er hann viðkunnalegur með þessa kynjafordóma?
Mér er spurn hvort RUV hefði birt orð þessa unga manns ef hann hefði sagt hinar tvær fyrri rangt innpikkuðu athugasemdir mínar. Borga ég afnotagjöld til að viðhalda kvenfyrirlitningu og kynjafordómum ?
Sendi þessa færslu að sjálfsögðu á RUV og óska svara
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338449
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)