Vinkonur gestgjafar !!
4.10.2007 | 18:45
Get svo svarið það. Þrjár af mínum bestu vinkonum eru í nýja Gestgjafanum með gúrmet uppskriftir. Ólína sem ég kynntist á Þelamörk og kenndi með þar og síðan líka í Þorlákshöfn, Kristín Sólveig á Sílastöðum, sem ég kalla nú yfirleitt yfirleitt Diddu á Síló, kynntist henni líka þegar ég bjó á Þelamörk og síðan Marjolyn hin hollenska sem ég kynntist á Fáskrúðsfirði. Þið verðið sko ekki svikin af uppskriftum þessara góðu kvenna, amk hef ég alltaf fengið LOSTæti hjá þeim.
p.s. þessi færsla er skrifuð í boði Birtings......( eða svo mætti líklega halda)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)