Fínn lestur og enn betri leikari
17.10.2007 | 21:19
Gat ekki stillt mig í kveld að skella upp myndavélinni og ýta á upptöku. Dóttir mín sjö ára var að lesa heimalesturinn af þvílíkri innlifun að ég hef sjaldan vitað annað eins. Ég veit að hún á að þjálfa hraðlestur en það er henni svo gjörsamlega fyrirmunað. Hún leikles með tilburðum. Hún hafði ekki grænan Guðmund ( eða Björn Inga) um að móðirin væri svo kvekindisleg að taka þetta upp fyrr en rétt í lokin.
ps stundum hristist myndin, en það er bara vegna þess að mamman hristist úr hlátri ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bílaleigur !!!
17.10.2007 | 16:49
Held ég verði að taka undir með Valda vini mínum,- Ísland best í heimi,- og allt dýrast.
Þannig er mál með vexti að minn ektamaður er á sjó suður með sjó ( skemmtilegur orðaleikur a tarna). Hann kemur í land á sunnudagskveld og fer úr á sjó aftur á föstudag. Auðvitað er ekkert mál fyrir hann að fljúga á milli og það gerir hann oftast.
En til að vera kominn snemma til sinnar ástkæru fjölskyldu þá vill hann helst keyra aðfaranótt mánudag norður,- kemur það seint í land að það verða engar flugvélar. Það ætti nú ekki að vera mál í þessu samkeppnisþjóðfélagi. Bílaleigur á hverju strái og krummaskuði og endalaus tilboð og samkeppni. Eða hvað !!
Eftir að hafa skannað netið og farið inn á heimasíður HVERRAR EINNAR OG EINUSTU BÍLALEIGU landsins þá get ég ekki betur séð en að verðið sé afskaplega svipað, held að Samkeppnisstofnun ætti að líta á það. Verðið er svo sem ekkert afar slæmt,- og ég var byrjuð að bóka bíl á nokkrum síðum,- en hætti alltaf við vegna e-hvers sem heitir SKILAGJALD.
Það er semsagt þannig að þó svo að bílaleigurnar séu með starfsstöðvar þvers og kruss um landið þá þarf að borga okur,- já, OKUR- skilagjald ef þú tekur bíl á einum stað en skilar á öðrum ( R-vík-Ak í þessu tilfelli). Ég á ekki til orð,- trúði varla netinu og lagðist í símtöl !! Jú, jú, allsstaðar reglan. Fór síðan á eina bílaleigu hér í bæ sem er með starfsstöð í Reykjavík líka, rakti fyrir þeim raunir mínar og ræddi að fá bíl semsagt fram og til baka. Fékk þetta kostatilboð,- 13000kall,- mér leist vel á það,- norður á mánudag og suður á föstudag,- fínn díll og bíllinn í útleigu hjá bílaleigunni á Ak í millitíðinni. Ó, nei góða mín. 26þús kall fram og til baka !!!!!
Er ekki allt í lagi?
ps. Bogi kemur bara með flugi !! SVÞ fær hann gistingu eina nótt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ill áhrif !!
17.10.2007 | 08:57
Get svo svarið það að þessi ferð mín suðvestur á land hefur nú haft þónokkrar afleiðingar. Ég er búin að liggja eins og skata og hitna og svitna síðan ég kom heim og er enn að !!! Hellur fyrir eyrum og hor í nös !! Hvað er í gangi? Kona sem er nú ekki vön að draga í sig pestarnar svona almennt. Ég tel nokkuð víst að þó ég hafi staldrað ansi stutt við í höfuðhreppnum þá hafi ég dregið að mér súrt, sjúkt, öfundsjúkt og bakmælgisandrúmsloft, svona rétt á flugvellinum. Heiðarleg kona eins og ég þolir nú ekki svona þjakað, flárátt, slóttugt, lævíst og undirförult umhverfi !! Al Gore ætti nú að gera mynd um þetta.
p.s. nema þá að bæn prestsins í skírninni á sunnudaginn hafi svona áhrif á mig. En bænin var um að bægja illu frá því húsi og fólki sem var í skírninni ;) og nú lekur það illa út.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)