Á meðan ég lá í heilagri leti...
1.10.2007 | 17:45
...á laugardaginn þá lagðist heimurinn í dvala,- varla að andaði af suðri og allt var hljótt og stillt !! Í gær þegar ég spýtti í lófana og tók skorpu í þrifum og þvotti þá höfðu aspirnar mínar nóg að gera. Get svo svarið það að svotil hvert eitt og einasta laufblað af þeim öllum hefur fallið ljúft og flögrandi niður í garð í gær. Já já,- það má alveg koma í heimsókn og raka !!!!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)