Skemmtilegar skoðanir ;)

Mest af öllu langar mig að afrita og líma skoðanirnar við síðustu færslu minni inn sem blogg.  En endilega lesið þær !!  Mér finnst sérstaklega athyglisverðar skoðanir þeirra sem búið hafa erlendis.  Það er þeirra em hafa verið útlendingar,- hvernig þær unnu mállausar,- menningarlausar og allt það og hvaða áhrif það hafði á þær og líka lýsing þeirra á nokkrum Íslendingum í útlöndum,-  sem vildu ekki læra tungumálið eða taka þátt í menningunni!!  world15

Við sem þjóð getum verið svo innilega sjálflæg ( og nú alhæfi ég um heila þjóð, fyrirbrigði sem ég yfirleitt þoli ekki, vil nefnilega ekki láta líkja mér við Hannes HG ).  Við viljum fara um allt, vinna hvar sem við viljum, halda þorrablót og drekka íslenskt brennivín og eta sviðakjamma og hópa okkur saman í þeim útlöndum sem við búum í. 

 Þegar við erum útlendingarnir þá gilda ekki sömu lögmál og um útlendinga hérlendis !!!  eða hvað?


Ég og Ragnar vinur minn.....

....reykhás.  Við erum svo sannarlega nátengd !!  Þegar fréttir af dónalegum Íslendingum í bakaríum bárust í gær var ég yfir mig hneyksluð.  Hví skyldi það fólk sem kemur hér til lands og vinnur þá vinnu sem við höfum ekki fólksauð í að sinna þurfa að þola dónaskap og leiðindi þó það tali ekki íslensku?  Síðan las ég grein Marðar Árnasonar í Fréttablaðinu í dag ( skyldi mér verða hent út af Moggablogginu?) og snarsnérist hugur.  Eða altsvo ekki gagnvart dónaskapnum heldur,- hví skyldum við ekki ætlast til að á Íslandi sé töluð íslenska ?  

Auðvitað á að ætlast til þess, þó það nú væri.  En ekki með dónaskap og leiðindum,- þannig fáum við nú málum ekki framgengt  ( skemmtilegur orðaleikur hjá mér,- á íslensku).  Það þarf náttúrulega að styðja við það fólk sem aðstoðar okkur við að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum hafa í þessu landi.  Eða viljum við frekar að börn afgreiði okkur í Ikea og Bónus heldur en erlendir ríkisborgarar ?  ( Reyndar efni í annan pistil að börn megi passa börn í Ikea en ekki afgreiða á kassa,- hvert er verðmætamatið hér e-lega?)

Þetta ætti nú að vera svo auðvelt í bakaríum og veitingastöðum.  Í stað þess að hafa matseðla og verðlista eingöngu á ritmáli, hvort heldur er íslensku eða engilsaxnesku þá ætti auðvitað að bæta við myndmáli.  Hin tæknivædda þjóð sem við erum ættum nú að eiga nægjanlegt magn af stafrænum myndavélum.  Hvurnig væri að smella mynd af réttunum og bakarískruðeríinu inn á menjúana ( góð íslenska....)?  Og þá er hægt að pota og benda og enginn segir aukatekið orð og helg ró og næði hvílir yfir vötnum,- ja eða rauðvíni eða expresso ;)


Haustverkin

autum Og þá er nú komið að haustverkunum í mínum yndislega garði.  Raka saman lauf, safna saman boltum og golfkúlum, þrífa stóla og borð og ganga frá fyrir veturinn, hreinsa úr blómapottum og koma þeim í geymsluna.  Aldeilis veðrið til þess núna, blankalogn, skýjað og frekar kalt.  Bara tær dásemd. 

Ekta föstudagskvöld...

Mér finnst reyndar að við ættum að taka upp málvenju frænda vorra Færeyinga og segja barasta föstukvöld,- sleppa þessu dags inn á milli, en það er nú svosem önnur saga og ég ætlaði ekkert að blogga um þennan skemmtilegra sið þeirra austur frá.  

Hitt er annað mál að nú er típískt föstudagskvöld hjá miðaldra hjónum og börnum þeirra. Frúin hálfsofnuð upp í sófa yfir Rebusi,- já meira að segja Rebusi, uss og svei.  Svo þreytt að hana langar ekki einu sinni í eitt rauðvínstár en sér rúmið sitt í hillingum.  Bóndinn búinn að pakka fyrir tilvonandi sjóferð og möndlast e-hvað í tölvunni.  Sonurinn upp í rúmi að lesa bók og dóttirin situr við borðstofuborðið og teiknar og teiknar.  jamm, þetta er lífið, ungdómurinn í hollum gamaldags tómstundaiðjum en gamla settið í nútíma afþreyingu.  Fussum svei... ;)


Fjölmiðlar

Mikið getur nú fjölmiðlafólk verið fljótfært og sent frá sér hina mestu vitleysu.......sérstaklega þegar um stórmál er að ræða eins og Skútumálið á Fáskrúðsfirði( skyldi þetta hafa verið frönsk skúta???).  Mér fannst amk alveg dæmalaust þegar fréttamaður RUV sagði,- ...um það bil 10 óeinkennisklæddir lögreglubílar voru á ferðinni,- og síðan las ég þetta á Vísi.is  ........Að lögregluaðgerðinni komu fjölmennt lið lögreglunnar á Fáskrúðsfirði..............   Mér vitanlega hefur nú aldrei verið gríðarlega fjölmennt lið lögreglu á Fáskrúðsfirði,- en efast þó ekki um að þeir hafi gengið fram af krafti þeir Óskar og Grétar.

Fallegi, franski fjörðurinn...

....minn,- orðinn vettvangur glæpa og sérsveitarlögreglu.  Spurning hvort að löggumenn Björns Bjarna séu að fara offari í lögguleiknum sínum eða hvað?  En svei og svei ef dópsmyglarar eru að nota minn dásamlega og friðsæla fjörð sem löndunarstöð !!
mbl.is „Greinilega stórmál í gangi á hafnarsvæðinu á Fáskrúðsfirði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tásur

toesTásurnar mínar eru aldeilis himinsælar í dag.  Tengdamóðir mín góð gaf mér ekki fyrir alls löngu gjafabréf í Apaco- snyrtistofu, lúxusfótameðferð.  Og þvílíkur lúxus,- 80 mínútna fótabað,klipp og rasp og dekurnudd.  Að auki er nú ekkert smá að fá að sitja kjur í 80 mínútur og hafa ekkert annað að gera en að skoða slúðurblöð og síðan að halla sér í innhverfa íhugun þegar tásurnar voru nuddaðar.  Held ég hafi nú bara næstum því sofnað.  Tásurnar mínar eru allavegana dansandi af gleði núna og ekkert annað að gera en að tjilla sér berrössuð á tánum um heimilið ;)


Öðruvísi mér áður brá

Á mínum sokkabandsárum hefði ég nú hoppað hæð mína þrefalda að eiga afmæli á föstudegi ;)  og aldeilis farið á djammið,- en nú þegar frúin er orðin svona gömul og grá þá óskaði hún eftir pitzzu a´la Bogi í kveldmat,- ( bara pizzubotn, þunnur og hálfbrakandi, hella yfir fullt af hvítlauksolíu, parmaskinka ofaná, klettasalat, böns af gróft rifnum parmasan og Maldonsalt........ummmmm) og rauðvínstár með.  Börnin, Bogi og góðir gestir frá Blönduósi eyddu kveldinu með mér,- kertaljós,kaffi og grand eftir miðnætti og Eva og ég létum móðan mása til kl. 03:39.....

Takk fyrir mig


Morgunsöngur

Vaknaði við dásemdarsöng í morgun.  Börnin sungu mörg erindi en það síðasta hef ég ekki heyrt áður,- og aldrei verið sungið fyrir mig fyrr.

Hún er gömul og grá, hún er gömul og grá, hún er gömul hún mamma, hún er gömul og grá.Wink


Myndir

Búin að dedúa við að setja myndir í myndaalbúm.  Endilega kíkið.  Hér eru nokkrar skondnar,-

Konur og börn

 

Ég með Siggu frænku minni og Þórhildi vinkonu.  Þær með sín eigin börn og ég með barnabarnið.  Mér finnst það óstjórnlega fyndið ;)

 

 

 

Afkomendur

 

Dásamlegi hópurinn minn.  Lúkas, Patrekur,Kolfreyja, Veronika, Ronja og Kjartan Þór.

Margar fleiri myndir má sjá í myndaalbúminu sumar 2007


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband