Auðvitað
7.9.2008 | 22:40
Ég skora á viðsemjendur ljósmæðra að semja við þær strax. Þetta er náttúrlega alveg skandall,- að fólkið sem tekur á móti nýjum Íslendingum sé vanmetið svona. Hvurs virði er nám ? Endalaust verið að flytja háfleygar ræður um mikilvægi menntunar,- en þessi mennun er nú ekki mikilvæg, í augum sumra greinilega.
p.s. alveg er ég viss um að það væri löngu búið að semja um góð laun ef það væru karlar sem fæddu börnin !!
Fjölmenni á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.9.2008 kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Klukkið
7.9.2008 | 22:38
Tek alltaf klukki,- eða tikken eins og sagt var í minni heimasveit ;)
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar
- Kotjugenta á mf Norrönu
- Kennari....umsjónar og myndmennt ;)
- Skólastýra
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
- La vita bella
- Notting Hill
- Með allt á hreinu
- Á hverfanda hveli
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Á Kolfreyjustað, Fáskrúðsfirði
- Á Blönduósi
- Í Þorlákshöfn
- Á Akureyri
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- What about Brian
- Anna Phil
- Brothers and Sisters
- Beðmál í borginni
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Krít
- París
- Tossa de Mar....á Spáni
- Ásbyrgi.....og fullt af fallegum útilegustöðum á Íslandi
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
- Mbl.is
- Belgingur.is
- Lundarskoli.akureyri.is
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
- Hreindýr að hætti míns og eiginmannsins
- Gúrmet kjúklingaréttir,- rauði kjúllinn,- kjúlli og grænmeti, kjúllinn hennar Hrafnhildar, teryaki kjúlli......og...og...og
- Hvítlaukspizza m. maldon salti, parmasanosti,parmaskinku og klettasalati
- Soðin ýsa, nýjar kartöflur, smjör og þrumari
- Hvítlaukshumarinn hennar Ólínu......fetaostslaxinn hans Boga,- jólarjúpurnar........ég get eiginlega ekki hætt að telja upp hérna og er orðin alveg hrikalega svöng ;)
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft og margar les ég oft....oft...oft
- Sjálfstætt fólk og Laxness yfir höfuð......
- Allar Lisu Marklund bækurnar
- Á hverfanda hveli,- held ég hafi nánast kunnað hana utanaf þegar ég var yngri, þarf að fara að lesa hana...........einu sinni enn....
- Henning Mankell,- ég er semsagt alveg sjúk í norræna krimma......
Fjórir bloggara sem ég klukka
- Sigga frænka í DK
- Albert stórvinur...sem ég veit að tekur ekki þátt í svona leik ;)
- Jóhanna Hauks
- Síra Baldur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Okur....
4.9.2008 | 20:19
Það er alveg með ólíkindum verðið á flugi innanlands. Og mikið þætti mér gaman að vita hvað koma mörg Spar-Bónus-Netsæti-Nettilboð-Sértilboð...sæti inn í hverja vél,- og í hve margar vélar á viku !!
Ég er semsagt að fara suður,- að ljúka við að tæma í Hveró. Hugmyndin var að ég tæki Kolfreyju með mér og Bogi yrði heima með Lúkas. ( Nota tímann í svona "bonding").
Og ég fór að bóka...á netinu. Byrjaði meira að segja á þriðjudag,- en þá ættu nú tilboðin að vera til. Í stuttu máli sagt,- engin tilboð, eingöngu til Forgangur ( 13.130 kr. önnur leið bara ég ),eða Ferðasæti ( 11.370 kr. önnur leið, bara ég). 5630 kostaði fyrir Kolfreyju. Ég prófaði aftur og aftur,- þriðjudag,- miðvikudag og í dag. Allt við hið sama. Í dag prófaði ég að setja bara mig inn ( barnlausa) og viti konur ( og menn mega líka vita) þá kom upp Sparsæti,- kr.9730 ( önnur leið, bara ég). Hmmm, þetta var nú e-hvað skrítið,- setti mig aftur inn með Kolfreyju og þá datt Sparsætið út. En sniðugt,- græða á þeim sem eru að ferðast með börn,- ekki boðið upp á Sparsæti ef barn er í fylgd með þér !! Gat ekki bókað mig eina í Sparsæti og síðan Kolfreyju, því það má ekki bóka börn ein,- og ef ég bóka hana með mér í gengum síma,-rúmlega 11000 kr. takk fyrir.
Nú er það bara ???? að aka suður eða fara ein í Sparsæti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Belja,gæs og grjót
2.9.2008 | 12:45
Fór í þessa fínu ferð austur um helgina. Kom heim með eina gæs ( bóndinn hefði nú viljað hafa þær fleiri), eina hreindýrabelju ( nammmmmm) og fullt af grjóti ( mun meira en í vasa á buxum). Á meðan bóndinn flæktist um að leita að beljunni þá flæktust við börnin um Sparafjall og fundum fullt af fallegum jaspisum.....grænir, gulir, beis og rauðir !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)