Lundarskóli

Fengið að láni af visi.is

Skólastarf fært út fyrir kennslustofur

mynd

Í Lundarskóla hefur skólastarf nú tímabundið verið fært út fyrir kennslustofurnar. Til að hrista saman nemendahópinn þurfa yngstu og elstu nemendurnir að starfa saman hlið við hlið og mælist það vel fyrir.

Það var líf í tuskunum á skólalóð Lundarskóla á Akureyri þegar fréttastofu bar að garði. Þessa dagana standa yfir vettvangsnámsdagar sem þýða að nemendurnir yfirgefa skólastofur sínar og hefðbundið nám um sinn. Annar helmingur nemenda hafði verið skikkaður til að stunda íþróttir utan húss en en hinn helmingurinn lagði stund á listir og leiki.

Félagslega vekur það athygli að eldri nemendur þurfa á þessum dögum að blanda geði við 1. bekkinga og bar ekki á öðru en að samkomulag töffaranna í elstu bekkjunum og litlu krúttanna sem eru nýbyrjuð í skólanum tækist vel og allir væru vinir.

 

Til viðbótar frá mér;  Þetta voru alveg frábærir dagar og gaman að sjá hversu vel það heppnaðist að blanda nemendahópnum í tæplega 540 barna skóla.  Þau voru í ca 40 hópum og í hverjum hóp voru nemendur úr 1.-10. bekk.  10. bekkingar voru hópstjórar og stóðu sig með stakri prýði og ekki voru 7. bekkingarnir síðri en þeir tóku að sér 1. bekkingana.  Geggjað gaman....



Þurfti ekki....

...neina rannsókn til að segja mér þetta ;) Ótrúlega margir karlmenn hafa óbilandi trú á eigin ágæti þó lítil innistæða sé fyrir því.
mbl.is Karlar ofmeta persónutöfra sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hahhhh...

Lúkas gólaði á mig áðan og benti mér á að horfa á Rachel Ray svona aðeins.  Tilefnið,- jú þar var kona sem átti vel yfir ÞRJÚHUNDRUÐ skópör. Maður hennar og sonur höfðu varla nokkuð skápapláss á heimilinu.  Ég held að Lúkas hafi verið ansi hissa að einhver ætti fleiri skópör en mamma hans ( mér finnst þau alls ekki mörg).  Skrambinn að videóið var ekki tengt ( eða að ég ætti græju eins og Steinvör systir) og ég gat ekki tekið þetta upp.....

.......svona til að deila með ektamakanum þegar hann kemur í land næst ;)

 

Catherine-Malandrino-shoesÉg væri alveg til í að eiga þessa í skóskápnum mínum ;)


Mínar kæru aspir

Í garðinum mínum eru nokkrar myndarlegar aspir.  Hafa væntanlega verið hér í 50 ár.  Í gærkveldi horfði ég á þær sveigjast tignarlega í góðri golu.  Í morgun voru greinar um allan garð og ein öspin ansi illa farin.  Ég er því búin að eyða úlfatímanum í að tína saman greinar í garðinum og gera hinn myndarlegasta köst.  Hugsa að ég kveiki nú samt ekkert í.  En það er deginum ljósara að öspin við hlið hússins verður að fara,- annars brýtur hún þakið í næstu norðanátt. 

Þá er bara að taka upp sögina.......

 


Öskubuska

 Öskubuska hefur ekki átt neina inneign í gsm-inn sinn og engin lög í I-potinn. Og ekki átt myndavél til að taka myndir af vondu stjúpsystrunum.  Þá er bara að bjarga sér. Ætli prinsinn finni hana að lokum ?  ( Hér má setja ??? við hvort Stefán Eiríksson sé prinsinn ).

Flottir skór sem myndskreyta fréttina !!!


mbl.is Þjófurinn hljóp af sér skóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til tíðinda ;)

Það hefði nú verið saga til næsta bæjar í mínu ungdæmi ( gamla konan ekki enn búin að gleyma afmælinu í gær) að flutt væri frétt af slagsmálum á réttarballi.  Líklega hefði frekar þótt fréttnæmt ef ekki hefði komið til slagsmála.  Tvær tennur....hvað er það á milli vina.  Sendum unga manninn bara til tannlæknisins í Kjósinni/Nesinu ;)


mbl.is Slagsmál á réttarballi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Fyllti fjörutíuogþrjú ár í dag.  Þegar kona er orðin svona gömul en ekki grá ( var í litun fyrir helgi altsvo) þá er nú ekki verið að halda brjálað afmælispartý.  Í stað þess hélt ég ásamt Kolfreyju, Lúkasi, Ægi vini Lúkasar og Ingu mömmu hans í fjallgöngu.  Gengum á Súlur í fínu veðri ( fyrir utan rok á tindinum....var varla stætt) og þau sungu afmælissönginn fyrir mig á toppnum.  Það var náttúrulega toppur dagsins ;)

300px-Súlur_from_Hamrar_(close)

Sjáið tindinn.....þarna fór ég !!!


Elsku mamma

Mín kæra mamma hefði orðið 83 ára í dag. Þetta er fyrsti afmælisdagurinn eftir að hún féll frá í vor.  Er það fyrsta af öllu ekki alltaf erfiðast,- afmæli, jól, páskar o.s.frv.

ég og mamma

Þessi mynd er tekin í september 1965.  Mamma fertug með mig nýfædda !!

Elda mömmumat í kveld henni til heiðurs ;)


Snyrtivörur !!

Blessuð konan hefur greinilega verið heilaþvegin af snyrtivöruframleiðendum ( eins og við alltof margar) og trúað því að hún hreinlega YRÐI að nota Dr. Hauschka hreinsimjólk,- amk hreinsimjólk yfir höfuð.  Eins og vatn sé ekki nógu gott ;)  Þetta hlýtur að hafa verið í lok maí og ellilífeyririnn uppurinn.  Segir þetta okkur ekki e-hvað um upphæð ellilífeyris ?  Ekki hefur blessuð konan neinn lífeyrissjóð að leita í þar sem hún er af þeirri kynslóð sem var heima og gætti bús og barna, síðan skildi karlinn við hana sextuga og hún sér ekkert af lífeyrnum hans .  Tóm eymd og volæði ( já, ég hef ríkt ímyndunarafl ).

En án gríns,- snyrtivöruframleiðendur hafa heilaþvegið alltof margar konur,- og eru núna reyndar að hasla sér völl í heilaþvotti á karlpeníngnum ( þetta í er vegna áhrifa Laxness sem ég les núna í massavís). Og líka án gríns,- þá eru alltof margar konur með alltof lág eftirlaun og engan lífeyri því þær unnu heima og borguðu því ekki í lífeyrissjóð.

oldlady


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela snyrtivöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstum búið ;(

Og þá er ég næstum, næstum alveg búin að kveðja bernskuna mína.  Skrítið,- að kveðja hana þegar kona er hartnær 43 ára.  En mér líður samt þannig.  Við systurnar fjórar vorum í Hveragerði um helgina að klára að tæma húsið þeirra elskulegu mömmu og pabba.  Á meðan gekk Kristmundur á Digratind í góðu veðri.  Þannig að hann erfiðaði rétt eins og við.  Þetta var svona lokahnykkurinn og það kom hnykkur á hjartað mitt þegar borðstofuborðið fór úr húsinu og út á kerru á leið í Hafnarfjörðinn.  Þar eignast það nýtt og gott heimili hjá þriðju kynslóð. Þetta var samt svo endanlegt.   Borðstofuborðið var hjartað í húsinu, bæði á Kolfreyjustað og í Kambahrauninu. Við það hefur hið matelska Kolfreyjustaðarslekti etið marga góða máltíðina.  Ég veit reyndar fyrir víst að ég á eftir að eta fleiri góðar máltíðir við borðið hjá systur minni kærri í Hafnarfirðinum.

Í bílskúrnum kenndi síðan margt bóka,- og fleiri bóka,- og enn fleiri bóka.  Mynd af pabba datt líka úr einum kassanaum þegar við grandskoðuðum þá.  Hann var með okkur, og hefur haft gaman af.  Þetta var svona fjársjóðsleit og minnti mig á þegar við Steinvör fórum upp á háaloft á Kolfreyjustað og grandskoðuðum  kassa sem leyndust þar.  Þvílík gleði þegar fannst kassi með barnabókum frá eldri systrum ( já, nú ljóstra ég upp leyndarmáli.....við lásum þær allar og settum síðan á sinn stað.  Petra litla, Matta Maja og Björg hleypur að heiman).  Það voru líka fjársjóðir í kössunum núna, ljóðabækur, skáldsögur og enskir krimmar.

Húsið sjálft var kvatt, á eftir að koma í það aftur án efa.  En aldrei aftur á bernskuheimilið mitt.  það er kærlega kvatt, með miklum trega og söknuði. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband