Mamma mín

Þórhildur og ÞórhildurMóðir mín góð á afmæli í dag.  Hún er orðin 82 ára gömul og man nú tímana tvenna,- eða líklega þrenna/ferna.  Fyrsti tíminn hlýtur að vera í foreldrahúsum með systkinum sínum en alls voru þau 14 fædd.  Annar tíminn eftir að amma dó og afi fékk berkla og síðan mamma sjálf og var á Vífilsstaðahæli flest sín unglingsár.  Þriðji tíminn gift pabba og prestfrú á Kolfreyjustað og fjórði,- nú í dag,- eldri ekkja í Hveragerði. 

Mamma hefur sjálf fætt 6 börn og lifa 5 þeirra,- alið upp 2 fóstursyni og að mörgu leyti amk. 3 barnabörn. 

Hér er hún með yngsta barnabarnið,- 82 ár á milli en þetta er Þórhildur dóttir Steinvarar, - hún er fædd á afmælisdag pabba og á 30 ára fermingarafmæli móður sinnar.

Ég er semsagt búin að setja inn albúm sem heitir mamma og eru þar nokkrar myndir af henni og systkinum hennar er þau hittust í sumar í Garðinum.  Tvær systur mömmu búa í Californiu og hér set ég eina af uppáhaldsmyndum mínum þar sem Alla og mamma tala saman í gegnum vefmyndavél.

Mamma og Alla

Ég fór nú bara að gráta þegar ég horfði á þær spjalla saman.  Það væri nú virkilega gaman að fara betur ofaní saumana á sögu þessa systkinahóps frá Miðhúsum í Garði en það bíður betri tíma.


Fyrir hina áhyggjufullu

 

Bendi á ansi góða leið til að losna við áhyggjur..... en þetta eru svona áhyggjusteinar sem hægt er að panta hér......http://www.orientaltrading.com/

36_580


Bíð spennt !!

Meyja Meyja: Allt er að gerast í dag - vertu viðbúnn óvæntum uppákomum. Vinir bæði öfunda þig og hylla. Bentu öðrum á eigin hæfileika og öfundin hættir.

Stórskemmtilegt

viðtal við æskuvin minn http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4353660

 

ég var sko ekki matheil þegar ég var yngri,- eins og hann.


Æði

Jól á KolfreyjustaðFyrst ég er nú dottin í myndirnar á annað borð,- þá skelli ég þessari hérna inn.  Mér finnst hún algjört æði.  Held að bleiku heimasaumuðu jólafötin okkar Steinvarar slái öll heimsins tískutrend út.  Ég er bara hundsvekkt að þessi föt hafi ekki varðveist, en ég fann þau amk ekki út í bílskúr.  Gætu selst á háu verði á e-bay núna.  Þær eru líka alveg all svaðalegar pæjur stóru systur mínar þarna, Imba og Guðný og Klimmi eins og skotturófa þarna í systrahópnum.  En það hefur alveg greinilega verið alveg svakalega gaman hjá okkur !!!!

Tunguholt

Í sveitinni á Fáskrúðsfirði var heimavistarskóli.  Þangað fóru börnin frá 7 ára aldri og til 12 ára.  Skipt var í yngri og eldri deild.  7-9 ára og 10-12 ára.  Yngri deildin var í skólanum í 2 vikur og fór þá heim og eldri deildin var í 3 vikur og svona skipti voru allan veturinn.  Ég get ekki sagt að þetta hafa verið draumastaðan,- man alltaf að ég þoldi ekki Stundina okkar því þá vissi ég að skólabíllinn færi að koma.  Okkur leið svosem ekki illa held ég,- en samt.  Þessi mynd er tekin á jólaskemmtun 1976.  Þennan vetur strukum við í eldri deildinni og það er nú aldeilis saga að segja frá því........

En þekkið þið þetta mektarfólk?Tunguholt


Tær snilld !!

Þekkið þið fólkið ?

scan0020


Rómantíkin...hin eina sanna

 

Category_romanceÍ hverju felst rómantíkin?  Við þessari spurningu hafa margir spegúlantar reynt að finna svarið.  Hið eina sanna svar.  Nú er ég í þeim hóp,- og hef fundið sannleikann,- hið sanna svar við því hvað felst í rómantík.  Rómantík felst í því að hjón til 13 ára og 5 ára sambúðar að auki fara í vikuferðalag.  Þau fara til æskustöðva mannsins og dvelja þar í góðu yfirlæti hjá foreldrum hans í eina nótt,- skilja börnin sín tvö eftir þar í öruggum faðmi ömmu og afa og hjónakornin halda á vit ævintýranna í borg gleðinnar,- ja eða óttans.  Þar ráfa þau saman um misgóða outlet markaði og finna það út...saman...að þau eru mjög staðlaðir Íslendingar því hvorugt þeirra passar í nokkra flík á markaðnum.  Of lítil, eða of stór. Búið að selja allt það sem normalinn passar í .  Þannig að það er mjög rómantískt að fatta að saman eru þau normal ( þessu hefðu þau aldrei trúað, héldu alltaf að þau væru afskaplega sérstök !! ) en til að eyða e-hverjum aur er farið í lífstílsverslun á síðasta degi útsölu og keyptir 2 pakkar,- nei 10 pakkar af forláta kertum með 70 % afslætti.  Já, kerti eru rómantísk.  Saman fara hjónakornin og gæta barnabarnsins heila nótt.  Saman vaka þau og ganga um með barnið þegar það verður “móður”sjúkt og finnur ekki sanna huggun í faðmi afa eða ömmu. Barnið lærir þó að segja afa...afa og amm,- og það er mjög rómantíkst að heyra þau orð,- vansvefta saman.  Rómantísku hjónin fara síðan í bílskúrinn hjá mömmu hennar.  Já, þetta er rétt eins og í “gamla” daga, þegar verið var að finna hina og þessa staði til að fá frið á.  Og það er rómantískt að yfirfara gamla kassa, finna jólakjól frúarinnar frá 5 ára aldri ( enn með brunagatið á öxlinni, var keyptur í Ammeríku, rosa flottur) og hjartaverndarblöð sem pabbi hennar geymdi,- jól og hjörtu er virkilega rómantísk.  Og það er rómantískt þegar frúin gólar er kóngulóarvefur strýkst við vanga hennar og bóndinn kemur á stökki yfir kassana og gengur frá dreka...nei kóngulónni sem skefldi frú hans.  Hetjan.  Rómantískt er að bjarga spúsu sinni, og að vera bjargað ( auðvitað).   Svo var ekki mjög rómantískt að finna gamlar skólabækur útkrotaðar í nafni e-hvers annars stráks.....en þær fóru beint í ruslið og hetjan sá þær ekki.  Að fara í matarboð og kaffiboð hjá vinum og vandamönnum er líka mjög rómans,- silungur hér, pönnsur þar og lúða víðsvegar.  Fiskur er semsagt rómantískur, og í raun allt svona típískt íslenskt eins og bláberjasultan í pönnsunum.  Að sitja saman og spjalla við vinina, mjög rómantískt, þegar annað byrjar setningu og hitt endar hana.....ummmm, ( kannske ekki með rétta endinum, en só !!).  Rómantískt að horfa á ólétta konu, nýfædd börn og líta hvort á annað og hugsa....manstu.....( og svo örugglega,- nei,nei,ekki aftur ).  Að skoða nýbyggingar vinanna ( afhverju eru “allir” að byggja?) og ábyggilega öfunda þá saman, hjónakornin hafa nefnilega aldrei byggt, en standa þó í breytingum.......

Virkilega rómantískt að fara aftur á æskustöðvar hans og faðma börnin, og dásamlega rómantískt að vakna næsta dag við rifrildið í þeim.

 

Já, segið svo að lífið sé ekki ein allsherjar rómantík..........


Týpískt...

....íslenskt e-hvað.Leiðinlegur þessi landlægi ósiður,óstundvísin.  Hérlendis þarf e-lega að auglýsa ogframkvæma  þá að ekki  er hleypt inn  á tónleika/leikrit/uppákomur/afmæli/brúðkaup/fermingar/bekkjarmót/kvöldverðarboð/fundi/o.s.frv. eftir að atburður er hafinn....................


mbl.is Óstundvísir Íslendingar spilltu tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amma og afi

Töluvert skondið ;)  Við hjónin fórum á Blönduós og börnin okkar urðu eftir þarí pössun hjá ömmu og afa.  Við slengdumst á suðurlandið,- til Kjartans og Vronyar og sendum þau út á djammið og fórum í ömmu og afahlutverkið og pössuðum Patrek Jóhann.  Það gekk nú náttúrulega ljómandi vel, en hann varð svolítið móðursjúkur þegar leið á nóttina þannig að afi og amma skiptust á að láta hann sofa í fanginu á sér,- minna um svefn hjá okkur........en hvað um það,- öllu fórnandi fyrir barnabarnið, meira að segja mínum dýrmæta nætursvefni.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband