Smellpassar

MeyjaMeyja: Hefurðu tekið eftir hvernig húsverkin taka engan tíma þegar einhver annar framkvæmir þau? Þú hefur einstaka sýn á störf og vinnuaðferðir.

 

Get svo svarið það að ég er barasta farin að trúa á stjörnuspár Moggans,- amk þegar ég kom heim í dag í nýskrúbbað og bónað hús ;)   Munur að vera gift sjómanni,- í fríi............


Iðrunarfullur með afbrigðum

Afskaplega var hann iðrandi ungi maðurinn sem var n.b. bæði í Íslandi í dag og Kastljósi í kvöld.  Dauðsá eftir því að hafa lamið hinn og þennan.  Missti sig bara, enda stuttur í honum þráðurinn.  Og yndislegu ungu fjölmiðlapiltarnir,- þráspurðu ofbeldismanninn hvort hann þyrfti nú ekki að fara að gera e-hvað í sínum málum.  Jú, þetta er botninn sagði hinn iðrandi, ungi maður.  Ohhhh,svo sætt ;) Ef þetta er nú ekki dúllukynslóðin þá veit ég bara ekki hvað.......

Blátt, bleikt eða bara fjólublátt???

Nú er ein kreðsan enn í hausnum á mér.  Ólík sjónarmið stangast á,- en þó eru þau svo lík.  Málið er að einn enskukennari í skólanum óskar eftir því að skólinn gerist áskrifandi í smátíma að ensku fótboltablaði.  Mér fannst það hið besta mál ( enda sonur minn orðinn vel enskulesandi af umræddu blaði), þá kom annar kennari og benti á að þarna myndi nú halla á stúlkurnar,- þær hefðu mun minni áhuga á fótbolta en strákarnir.  Hmmmm,- alveg rétt, bæði eru færri stúlkur með áhuga á fótbolta og síðan eru ekki umfjallanir um kvennabolta í umræddu blaði.  Nú var ég komin í flækju,- já og að hvaða blaði eigum við þá að gerast áskrifendur fyrir stúlkurnar,- unglinga-e-hvað, tíska,fína og fræga fólkið- eða hvað.  Þar er nóg af umfjöllun um kvenfólk og þær hafa margar áhuga á því.

Kommon,- nú var allt komið í kreðsu,- erum við ekki að horfa of mikið á staðalmyndir hér.  Gerum ráð fyrir áhugamálum beggja kynja,- og festum við þá bara ekki staðalmyndirnar enn betur í hausnum á börnunum.  Og síðan á móti,- hvað er betra í námi en að nýta sér áhuga þess sem nemur,- að læra í gegnum áhugamál er geggjað.  Og eitt enn,- eigum við að finna e-hvað blað sem við gerum ráð fyrir að höfði til beggja kynja,- eða bara sleppa áskriftinni og halda okkur við kennslubækurnar !!

Það er enn allt í kreðsu,- ég aðhyllist held ég öll sjónarmiðin,- held við verðum bara áskrifendur af fjallgöngutímariti...................


Eld-eld-gamla daga !!

Fór á röltið í dag að hitta nemendur,- alltaf gaman að því.  Brjálað að gera á öllum vígstöðvum.  Stærðfræðisurvævor í gangi út á plani, nemendur í myndlistarvali úti að teikna og ég veit bara ekki hvað.  Í þessum skóla þarf sko ekki kennslustofur ;)  En hvað um það,- einn nemandi minn hafði fengið af því spurnir að ég hefði verið ormasafnari þegar ég var lítil,- ( hmmmm, veit ekki hver gefur út svona persónuupplýsingar), þannig að ég var tilneydd til að segja börnunum aðeins frá því,- og hvað ég grenjaði mikið þegar þeir voru allir dauðir í buxnavasa mínum.  Hvað varstu gömul þá ? spurði ein yndisleg stúlka...4 ára sagði ég,- en hvað ertu gömul núna ? var næsta spurning ?  Hmmmm 41 árs ( voða glöð að geta sagt það ennþá....),- nú þetta hefur þá verið í ELD-ELD-gamla daga..........sagði sú stutta Crying

Hafmeyja

SPG1157~Mermaids-Don-t-Use-Combs-Posters Mikið er nú gaman að því að til sé litríkt fólk sem hristir upp í okkur hinum.  Fór á gjörsamlega frábæran gjörning í dag þar sem hin dásamlega Anna Richards fór á kostum sem hafmeyja.  Hún byltist um á fleka og selir syntu í kring.  Síðan kastaði hún sér í sjóinn og var hífð upp úr honum af gríðarlegum krana.  Hugsið ykkur ef svona fólk væri ekki til,- það væri allsvakalegt.  Dáist af hugrekki hennar og sniðuglegheitum.  Áfram Anna.....

Tiger?

GolfBall%202006Fór í golf í gær.  Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég hef hingað til ekki verið mikil golfáhugamanneskja.  Hef einu sinni áður spilað golf, ætli það hafi ekki verið sumarið 1989 þegar ég fór á Jónsmessumót þar sem óvanir og vanir léku saman í liði og ég og minn vani unnum.  Það gekk nú ekki alveg eins vel í gær.  Var óttalegur klaufi í púttinu, sem ein vildi kalla að raka ( mér finnst það góð skilgreining hjá henni, hún vill meina að fyrst að fólk slái fyrst að gríninu þá hljóti fólk að raka síðan ;) .  Kúlan hoppaði stundum yfir holuna, án gríns ( en samt á gríni), en mér gekk nokkuð vel að slá,- bý held ég enn að kennslunni fyrir 18 árum þegar ég var hárreitt svo illilega að það situr enn í mér og ég glápi stanslaust á kúluna við sláttinn..............

Kannske kona fari bara að leggja þetta sport fyrir sig??


Stjörnuspáin...

passar sko vel við í dag get ég nú sagt ykkur.

MeyjaMeyja: Já, satt er að þér finnst þú enn eiga langt í mark. En manstu þegar þú varst á upphafsreit? Fagnaðu þess hve langt þú ert kominn.

Stemmir nú vel við að það er búin að vera botnlaus vinna undanfarna daga vegna klúðurs í forsendum í stundatöflunni.  Lauk því um helgina og ég fagna því hversu langt ég er komin......


Ber,ber og meiri ber

define-blueberry-1Fór í dásamlegan berjamó í gær með bónda og börnum ;) Ætluðum út á Þelamörk en fengum þær fregnir síðan að nóg væri af berjum í Víkurskarði og lögðum við af stað þangað.  Síðan yfirtók forvitnin okkur og við gerðum lykkju á leið okkar til að skoða hús nokkuð þekkts Íslendings og gervigæsir og svani í garði hans.  Nú, nú, við skoðuðum það og héldum síðan áfram en enduðum þá í Vaðlaheiði.  Svona getur forvitnin leitt fólk á nýjar slóðir !!  og þvílíka magnið af berjum, krækiber, bláber, aðalbláber í massavís og síðan hin dökku, kyngimögnuðu aðalber.  Þau hef ég eingöngu séð hér á Norðurlandinu...........Þetta var frábær dagur, með frábæru fólki og frábærri berjauppskeru !!

Aðalberjapæ í eftirrétt í næsta matarboði get ég aldeilis sagt ykkur........


Dásamlegir gestir....

....komu í kveldmat í kveld!!  Ég tók mér góða pásu frá vinnunni,- og Bogi grillaði gríðarlega góðan lax,- svo góðan að Óskar sagðist aldrei hafa smakkað betri lax.  ???hversu oft hann hefur borðað lax ( þetta var nú ljótt að segja Undecided ) .  Öll fjölskyldan sem var í heimsókn skemmti sér vel á trambó og síðan var dreypt á bæði á Kalla og Konna !! 

Takk fyrir komuna, kæru,kæru vinir.................


Kostir sjómennskunnar !!

Það hefur nú þónokkra kosti að ektamakinn stundi sjó.  Þrátt fyrir að túrarnir tveir sem hann fer í með smá hléi standi í rúma 2 mánuði þá er mánaðarfrítúrinn eftir þá algjört æði og heilmiklir kostir sem fylgja.  Núna get ég t.d. unnið eins og skepna og þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur að börnum og búi,- líður svoldið eins og pabba leið örugglega...........alltaf ;)

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband