Smellpassar
31.8.2007 | 17:12
Meyja: Hefurðu tekið eftir hvernig húsverkin taka engan tíma þegar einhver annar framkvæmir þau? Þú hefur einstaka sýn á störf og vinnuaðferðir.
Get svo svarið það að ég er barasta farin að trúa á stjörnuspár Moggans,- amk þegar ég kom heim í dag í nýskrúbbað og bónað hús ;) Munur að vera gift sjómanni,- í fríi............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Iðrunarfullur með afbrigðum
30.8.2007 | 21:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blátt, bleikt eða bara fjólublátt???
28.8.2007 | 19:46
Nú er ein kreðsan enn í hausnum á mér. Ólík sjónarmið stangast á,- en þó eru þau svo lík. Málið er að einn enskukennari í skólanum óskar eftir því að skólinn gerist áskrifandi í smátíma að ensku fótboltablaði. Mér fannst það hið besta mál ( enda sonur minn orðinn vel enskulesandi af umræddu blaði), þá kom annar kennari og benti á að þarna myndi nú halla á stúlkurnar,- þær hefðu mun minni áhuga á fótbolta en strákarnir. Hmmmm,- alveg rétt, bæði eru færri stúlkur með áhuga á fótbolta og síðan eru ekki umfjallanir um kvennabolta í umræddu blaði. Nú var ég komin í flækju,- já og að hvaða blaði eigum við þá að gerast áskrifendur fyrir stúlkurnar,- unglinga-e-hvað, tíska,fína og fræga fólkið- eða hvað. Þar er nóg af umfjöllun um kvenfólk og þær hafa margar áhuga á því.
Kommon,- nú var allt komið í kreðsu,- erum við ekki að horfa of mikið á staðalmyndir hér. Gerum ráð fyrir áhugamálum beggja kynja,- og festum við þá bara ekki staðalmyndirnar enn betur í hausnum á börnunum. Og síðan á móti,- hvað er betra í námi en að nýta sér áhuga þess sem nemur,- að læra í gegnum áhugamál er geggjað. Og eitt enn,- eigum við að finna e-hvað blað sem við gerum ráð fyrir að höfði til beggja kynja,- eða bara sleppa áskriftinni og halda okkur við kennslubækurnar !!
Það er enn allt í kreðsu,- ég aðhyllist held ég öll sjónarmiðin,- held við verðum bara áskrifendur af fjallgöngutímariti...................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eld-eld-gamla daga !!
28.8.2007 | 19:37

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hafmeyja
25.8.2007 | 18:06

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tiger?
25.8.2007 | 17:45
Fór í golf í gær. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég hef hingað til ekki verið mikil golfáhugamanneskja. Hef einu sinni áður spilað golf, ætli það hafi ekki verið sumarið 1989 þegar ég fór á Jónsmessumót þar sem óvanir og vanir léku saman í liði og ég og minn vani unnum. Það gekk nú ekki alveg eins vel í gær. Var óttalegur klaufi í púttinu, sem ein vildi kalla að raka ( mér finnst það góð skilgreining hjá henni, hún vill meina að fyrst að fólk slái fyrst að gríninu þá hljóti fólk að raka síðan ;) . Kúlan hoppaði stundum yfir holuna, án gríns ( en samt á gríni), en mér gekk nokkuð vel að slá,- bý held ég enn að kennslunni fyrir 18 árum þegar ég var hárreitt svo illilega að það situr enn í mér og ég glápi stanslaust á kúluna við sláttinn..............
Kannske kona fari bara að leggja þetta sport fyrir sig??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjörnuspáin...
20.8.2007 | 18:33
passar sko vel við í dag get ég nú sagt ykkur.
Meyja: Já, satt er að þér finnst þú enn eiga langt í mark. En manstu þegar þú varst á upphafsreit? Fagnaðu þess hve langt þú ert kominn.
Stemmir nú vel við að það er búin að vera botnlaus vinna undanfarna daga vegna klúðurs í forsendum í stundatöflunni. Lauk því um helgina og ég fagna því hversu langt ég er komin......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ber,ber og meiri ber
20.8.2007 | 18:29
Fór í dásamlegan berjamó í gær með bónda og börnum ;) Ætluðum út á Þelamörk en fengum þær fregnir síðan að nóg væri af berjum í Víkurskarði og lögðum við af stað þangað. Síðan yfirtók forvitnin okkur og við gerðum lykkju á leið okkar til að skoða hús nokkuð þekkts Íslendings og gervigæsir og svani í garði hans. Nú, nú, við skoðuðum það og héldum síðan áfram en enduðum þá í Vaðlaheiði. Svona getur forvitnin leitt fólk á nýjar slóðir !! og þvílíka magnið af berjum, krækiber, bláber, aðalbláber í massavís og síðan hin dökku, kyngimögnuðu aðalber. Þau hef ég eingöngu séð hér á Norðurlandinu...........Þetta var frábær dagur, með frábæru fólki og frábærri berjauppskeru !!
Aðalberjapæ í eftirrétt í næsta matarboði get ég aldeilis sagt ykkur........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dásamlegir gestir....
18.8.2007 | 00:59
....komu í kveldmat í kveld!! Ég tók mér góða pásu frá vinnunni,- og Bogi grillaði gríðarlega góðan lax,- svo góðan að Óskar sagðist aldrei hafa smakkað betri lax. ???hversu oft hann hefur borðað lax ( þetta var nú ljótt að segja ) . Öll fjölskyldan sem var í heimsókn skemmti sér vel á trambó og síðan var dreypt á bæði á Kalla og Konna !!
Takk fyrir komuna, kæru,kæru vinir.................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kostir sjómennskunnar !!
15.8.2007 | 18:59
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)