Góðir gestir

komu hér á fimmtudaginn og buðu henni Kolfreyju með sér í útilegu.  Hún var að sjálfsögðu kampakát með það og gisti í fellihýsi út á Þórssvæði með þeim Ásgeiri Páli og Jóni Braga.  Það þarf ekkert að fara neitt langt til að hafa gaman af ;)  N1-mót og Pollamót draga hingað eiginkonur og mæður í stórum stíl.  Enda sátum við hér fjórar skólastýrur frameftir á fimmtudagskvöldið og sötruðum rautt og kjöftuðum svona smá.  Þetta voru auk mín þær Líneik grunnskólastýra á Fás, Ásta grunnskólastýra á Reyðarfirði og Lísa leikskólastýra á Reyðarfirði, takk fyrir komuna stúlkur !!

Hver ???

Já, hver gerði mér þennan grikk ?  Hið rafræna blek var varla þornað á færslu minni um að ég væri B-týpan þegar hringt var í mig frá RUV og beðin um að koma í viðtal í Morgunvaktina,- af öllum þáttum takk fyrir.  Kl. 7:30,- takk fyrir.  Með stýrurnar í augunum,- hárið úfið og enn í náttbuxunum lét ég e-hver orð falla í þessum þætti !!  http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4304551

Ég á nú eftir að finna þá manneskju sem benti á mig í fjöru,- takk fyrir,- eða fjalli ;)


BBBBB

Að alast upp á gríðarlegu x-B heimili hefur haft margvísleg áhrif á mig,- en ekki þó nægjanlega mikil til að xa við B-ið í kosningum,- nema held ég í þeim fyrstu !!  og jú kannski e-hverntímann í sveitarstjórnarkosningum þegar ég hef kosið fólk ...lesist Líneik...en ekki málefni ;) 

En B ið skilaði sér nú aldeilis í því að ég er B manneskja mikil, altsvo þegar kemur að svefnrútínunni.  Við vorum einmitt að ræða þetta við Steinvör systir í dag,- en hún er líka svona B manneskja ( sem kemur sér ansi vel þessa dagana með grátandi barn um nætur ).  Ég veit varla nokkuð betra en að lúra frameftir á morgnanna og göslast lengi,- lengi frameftir á kvöldin.  Þessa dagana er ég búin að snúa sólarhringnum svo gjörsamlega við að það hálfa væri nóg.  Sat til 3:30 í nótt og vann að stundatöflugerð og var alveg spræk ennþá og til í að sitja við lengur en sá að ég þurfti að fara að sofa svona til að hitta börnin mín um morguninn.....eða amk svona um hádegisbil !!!  Er svo að komast í gírinn núna................


Enda....

...rignir barasta aldrei hérna..........
mbl.is Aldrei jafn lítil júníúrkoma á Akureyri og nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfga-feministi ??

Skyldi þetta vera svona öfga-feministi eins og svo mörgum er tíðrætt um ?  Auðvitað er þetta alveg hrikalegt og okkur í vestræna heiminum finnst þetta vera ansi miklar öfgar og ekki passa við það sem við gerum!! En samt sem áður eru ótrúlega margar raddir hér heima sem tala um að þær vilji jú jafnrétti kynjanna en eru samt orðnir dauðleiðir á þessum öfgafeministum !!  Ég hef nú stundum spurt hvað eru öfgafeministar ? og hef fengið ansi fá svör.  Jú, einhverjar konur sem brenndu brjósthaldarana sína...þvílíku öfgarnar, segi ég nú bara. 
mbl.is Kvenréttindakona dæmd til hýðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðri helgi að ljúka...

og ég er enn vakandi!!  Við Kolfreyja sem héldum að við yrðum einar í kotinu um helgina fengum þessa líka fínu næturgesti.  Þau Hildigunnur og Helgi vinir okkar frá Hafnarfirði komu í gær og eru enn.  Við grilluðum þennan líka fína kjúlla í gær og grænmeti auðvitað !!  Kíktum síðan út á lífið með Höllu vinkonu og skemmtun okkur konunglega.  Í dag var svona Gilmore-girls dagur, þ.e. mæðgnadagur,- og við Kolfreyja fórum í húsdýragarðinn að Krossum og á tónleika á Strikinu og síðan á kaffihús !! og fengum okkur að lokum Pengs að borða.  Ótrúlega næs.  Skeiðuðum síðan á flugvöllinn að heimta drenginn heim frá Vestmannaeyjum.  En mæ ó mæ,- e-hver bilun varð í vélinni sem piltarnir fóru í frá Eyjum og var henni því lent í R-vík.  Þar var farið í nýja vél og haldið norður,- á miðri leið var þeirri vél snúið við vegna þoku á Akureyri.  Ég glápti nú og góndi og sá enga þoku,- svoldið lágskýjað en fyrir Austfirðing telst þetta nú alls ekki þoka,- skyggni bara alveg þokkalegt.  Aftur lentu piltarnir í höfuðhreppnum og biðu í þeirri skemmtilegu flugstöð nokkra stund.  Um miðnætti fóru þeir enn einu sinni út í vél og nú var stefnan tekin á Sauðárkrók,- þar lentu þeir og síðast þegar ég frétti voru þeir komnir með rútu að Varmahlíð. Og ég er hér enn og vaki og bíð eftir elsku drengnum mínum  Wink   ætli hann komi ekki svona um þrjúleytið !!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband