punkteruð....

Alveg punkteruð eftir langa helgi.  Virkilega gaman en drulluþreytt.  Á fimmtudagskveldið fékk ég frábæra nætur og matargesti,- hreindýr og humar var sett á veisluborðið og etið og spjallað.  Á föstudeginum fór ég síðan á Blönduós með börnin,- heitt bað og næs,- og síðan var ekið þvert yfir Þverárfjall ( ha, ha, ha) eldsnemma á laugardag og Kolfreyju fylgt eftir á fótboltamóti á Króknum.  Á milli leikja dinglaði ég um á lummudögum á Króknum, fór á minjasafnið ( alveg frábært) og síðan var útimarkaður og ég veit ekki hvað.  Yfirgaf Kolfreyju fyrir kveldmat ( liðin gistu altsvo saman) og brunaði á Blönduós í grill hjá tengdó,- heimsókn til Immu ömmu, Evu+Kára, Auu og Kobba og aftur heitt bað ;)  ( bara þetta kveld væri nú alveg nóg í þrekið ekki satt ).  Brunað enn og aftur þvert til Króksins í býtið í morgun og Kolfreyju fylgt eftir í súru og sætu ( 3 töp, 1 jafnt, 2 sigrar). Elskuleg tengdamóðir mín kom síðan með Lúkas yfir fjallið svo ég þyrfti ekki að krossa það eina ferð enn seinnipartinn í dag.  Heim....heim...heim....í grill til góðra vina í bústað og nú er það barasta beint í ból. 

Ef ég treysti einhverjum....

....þá treysti ég Steingrími.  Tek þó skýrt fram að hann hlaut ekki atkvæði mitt í kosningunum ( en hefði samt ekkert skammast mín þó ég hefði gert það,- fannst bara annar kostur betri).  En honum treysti ég manna og kvenna best til að leiða þennan samning til lykta.  Ísland verður að standa við skuldbindingar sínar hvort sem okkur líkar betur eða verr og það er morgunljóst að Steingrímur lúffar ekki fyrir neinum eða neinu og nær fram eins hagstæðum samningi og við mögulega gætum fengið.  Guði sé lof að þeir aðilar sem komu okkur í þennan ískalda klaka eru ekki við stjórnvölinn núna,- eða samflokksfólk þeirra.
mbl.is Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pikkhraðinn...

Ég var e-hvað að pikka í tölvunni í gær og Kolfreyja mín var alveg agndofa yfir hraðanum ( sem er nú ekkert ógurlegur) og vildi endilega að ég lokaði augunum og pikkaði og ég hlýddi því ( býtyping2-web-RS-264x386 að fingrasetningunni sem ég lærði í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar hjá Ernu minnir mig).  Kolfreyju fannst þetta alveg aðdáunarvert og spurði hvurs vegna ég pikkaði svona hratt,- ég sagði henni að ég hefði verið dugleg að æfa mig og svo mætti nú ekki gleyma því að í vinnunni minni þyrfti ég að skrifa töluvert.  Já, sagði Kolfreyja......pabbi vinnur ekkert mikið við tölvur er það ?

Framkvæmdagleði !!!

Það er nú aldeilis búin að vera framkvæmdagleði hér á heimilinu undanfarið. Bóndinn í frítúr og blessuð blíða úti þannig að hann hefur ekki setið auðum höndum.  Búnn að brjóta nyðri þakkantinn og steypa hann upp aftur,- steypa vegg innan við hús og setja möl í innkeyrsluna,- réttara sagt gera nýja innkeyrslu og þá bílastæði fyrir tvo bíla ( svona passlega fyrir viðbótarskattlagningu á bensíni), eitt stykki risaösp sem var við það að leggjast á húsið okkar farin, trambolinið komið með endanlegan stað í garðshorninu með ýmsu dúlli í kring og hellur komnar sunnan við hús og tröppur niður að þeim frá hinu nýja bílastæði. Á þessu hellusvæði var líka útbúið eldstæði þannig að þarna á ég eftir að eyða dögum löngum í sólbaði og kveldum löngum í tjilli með þeim sem mig sækja heim. Stefnum síðan að því að mála húsið í næsta frítúr, hugsum um lit þar til.  Bogi setti líka krana utaná húsið svo hægt sé að vökva blómin án vesens ( og fá vatn í steypuna)....þegar Lúkas sá það var honum öllum lokið " Hvernig er það með hann pabba, getur hann allt?"

Bogi hárgreiðslumeistariMaðurinn sem getur allt !!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband