Stríð....

Það geysar stríð í götunni minni.  Vatnsbyssustríð, vatnsbyssustríð hrópar dóttir mín og hleypur um og sprautar vatni á vinina.  Og þeir sprauta á móti.  Hér eru heilu herflokkarnir af stúlkum og piltum,- og vatnsbyssur í massavís og vatnsblöðrur.  Og ég er búin að tapa stríðinu við að halda gólfinu hreinu..........þau arka hér inn og út til að fylla á vatnstankinn ;)

calendar_watergun

Skúra í kveld


Þórhildur Lotta

er náttúrulega bara æði ;)

Lotta


Amma í annað sinn ;)

Fröken Þórhildur Lotta,- rauðhært stelpuskott, 15 merkur kom í heiminn í morgunsárið !!  Nú eru Kjartan Þór og Vrony orðin tveggja barna foreldrar !! og Patrekur Jóhann orðinn stóri bróðir ;)

Ástfangin


Letin...

...er alveg að fara með mig akkúrat þessa stundina.  Þess vegna hangi ég hér við tölvuna ;)  Helgin búin að vera stórfín,- góðir gestir að austan á laugardagskveldið, fermingarveisla á hvítasunnudag og þar sem ég er þvílíka B-manneskjan ( eins og áður hefur komið fram) þá sat ég við stundatöflugerð til kl 4 í nótt ( eða fram í morgunsárið) og kláraði unglingastigið, hipp,hipp húrra !!.  Heimilið er í þokkalegri rúst og sól og hiti úti og núna nenni ég engu,- klæjar þó í puttana að halda áfram með töfluna,- en common,- ég á að vera í fríi og sinna heimilinu, ekki satt !!!

Sjáum til.............

WonderingGirl


Afleiðing ?

Er þetta svona típískt dæmi um afleiðingu þess að lögreglan fór í átak gegn því að fólk pissaði úti ?

Bara spyr......einhversstaðar verður fólk nefnilega að pissa ;)


mbl.is „Þurfti bara að pissa"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sumarfrí

 Joyfulég hlakka svo til þegar sumarfríiðCool byrjar 3.júní fer ég í frí:D:P.Jibbí ég fer til fáskrúðsfjarðar

og til selfossog í útilegu og mart  mart fleira kv  KolfreyjaW00t


Frábær fyrirlestur

Endaði stórgóðan dag á fyrirlestri hjá dr. Urði Njarðvík, sálfræðingi.  Hún talaði til okkar foreldra adhd-barna og var algjörlega frábær.  Mæli með því fyrir alla sem hafa nokkur tök á að fara á fyrirlestur hjá þessari frauku að láta það ekki fram hjá sér fara.  Hvort sem þið eigið adhd-börn eður ei. Hef held ég aldrei setið á fyrirlestri þar sem 1 og 1/2 klukkutími leið jafnhratt og jafn mikið af góðum og gagnlegum ábendingum og skilningi kom fram.  Hipp-hipp-húrra ;)

Mæli líka með.....

http://www.adhd.is

 


Ótrúlega greind ;)

börnin á mínu heimili.......

Börnin mín


mbl.is Áhrif brjóstamjólkur á greind barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirtaka Fáskrúðsfirðinga ??

Það er nú spurning hvort Fáskrúðsfirðingar séu að yfirtaka grunnskólana á Brekkunni Tounge

Frétt af Akureyri.is....Jóhanna María Agnarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Hrísey, hefur verið ráðin skólastjóri Brekkuskóla á Akureyri. Jóhanna María útskrifaðist með B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands 1991 og Dipl.Ed. prófi í uppeldis- og menntnarfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana frá sama skóla árið 2006. Jóhanna hefur því 17 ára starfsreynslu og þar af 6 ár sem skólastjóri. Skólastarf í Hrísey hefur gengið mjög vel undir hennar stjórn og þar hefur verið unnið að margþættu þróunarstarfi á þessum árum í góðu samstarfi við foreldra og samfélagið.

Til lukku kæra Jóhanna !!!


Lúkas Björn 11 ára

Mér finnst svo sem ekki að það hafi gerst í gær að ég eignaðist hann Lúkas minn Björn,- enda eru 11 ár í dag síðan hann fæddist.  Hann var og er algjört óskabarn.  Við hjónin vorum lengi, lengi búin að reyna að fjölga okkur en ekkert gekk.  Jónas Franklín læknir gerði síðan eggjaleiðaraaðgerð á mér en ári seinna var ekkert farið að gerast ;(  Þá sagði vinkona mín mér að ég ætti að segja á hverjum degi, margoft, að ég væri ófrísk !!  og ég eins og klikkhaus gerði það....tautaði þetta við sjálfa mig aftur og aftur, upphátt og í hljóði.  Og viti konur,- og menn,- ég var ófrísk, (ætlaði náttúrlega ekki að trúa því og gerði amk. þrjú óléttupróf).  Bogi var í Smugunni á þorskveiðum og það var bara hægt að tala við hann í gegnum talstöð.  Til að flytja honum tíðindin varð ég því að tala undir rós.  Við vorum búin að tala saman um nöfn á tilvonandi börn og ákveðin í Lúkas og Kolfreyja.  Ekki gat ég sagt Boga að Lúkas væri á leiðinni því þá hefði hann haldið að Lúkas afi væri að koma heim frá Afríku.  Þannig að ég sagði að Kolfreyja væri á leiðinni...........það kom löng þögn í símann og síðan sagði maðurinn minn....ég er svo glaður.... ( þetta eru sko mestu tilfinningaviðbrögð sem ég hef heyrt frá honum !!).  Og enn erum við glöð,- óendanlega glöð að eiga þennan yndislega gutta. Í gær voru mættir hér 14 jafnaldarar hans og þvílíka fjörið, pizzurnar spændust upp og kökurnar líka og trambolínið var vel notað.

Lúkas Björn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband