nýjar, gamlar myndir

Í nostalgíukastinu sem ég er í þessa dagana,- bætti ég við í einu sinni var albúmið mitt. 

Hér er fyrst mynd af elsku mömmu minni og pabba mínum.

mamma og pabbi

Þau eru nú alveg ótrúlega flott á þessari mynd.  Ég veit ekki hvaða ár þessi mynd er tekin,- en kannske getur stærsta systir mín upplýst mig um það ;)

Og síðan er þessi mynd alveg óborganleg,- þetta er semsagt hið svokallaða Yngra holl á Kolfreyjustað...

yngra hollið


amli

Minn kæri eiginmaður er kominn á aldur,- eða er það ekki svoleiðis þegar karlar skella í fertugt ??

Girnilegur pakki


Líf og fjör

Það er sko líf og fjör í Löngumýrinni núna.  Bestu vinir hennar Kolfreyju er í helgarheimsókn.  Komnir langa leið að austan tvíburarnir Jón Bragi og Ásgeir Páll.  Þau hafa verið bestu vinir síðan við fluttum á Fásk. í janúar 2003.  Þau þá 3ja ára.  Það vantar bara hana Mist vinkonu þeirra og þá væru hin fjögur fræknu fullkomin, gerist bara næst.  Auðvitað byrjuðu grísirnir á búningaleik, þau fara alltaf í gamla og góða leiki þegar þau hittast.  Strákarnir komnir í kjóla og settu á sig ilmvatn, síðan var farið í ýmsa aðra búninga.  Sofnuðu sæl og glöð í stóru rúmi í gærkveldi.  Í morgun er síðan búið að vera í Petsupleik og nú er verið að teikna, og teikna.  Sundferð framundan og pizzagerð í kveld ;)

heim...

Komin heim.  Flugið fínt.  Líðan ágæt !!

Takk fyrir allar kveðjurnar kæru vinur og vinir !! 

Mamma mín dó á þriðjudagsmorguninn umkringd börnum, barnabörnum, tengdabörnum og meira að segja einu barnabarnabarni ( að vísu staðsett í maga móður).  Friðsælt og fallegt.

Ég er yngst ( en ekki minnst) og kannske er það þess vegna sem ég skreið upp í til mömmu og pabba langt fram eftir aldri ( reyndar Steinvör og Kristmundur líka...og það var barátta um besta plássið uppí hjónarúmi).  Og síðan á unglingsárum og eftir það ef hann faðir minn brá sér af bæ næturlangt þá lúrði ég í hans bóli, man eftir því meira að segja,  eftir að Kjartan Þór minn fæddist að ég og hann sváfum pabba megin,- við hlið mömmu !!!   Síðustu nóttina hennar lúrði ég einmitt í Lasy Boy stól við hlið hennar á sjúkrahúsinu á Selfossi................

Þórhildur og ÞórhildurHér er mynd síðan í haust,- mamma með nöfnu sína dóttur Steinvarar. 


Mamma

 
Mamma, ertu vakandi mamma mín?
Mamma, ég vil koma til þín.
Ó mamma, gaman væri að vera stór.
Þá vild' ég stjórna bæði hljómsveit og kór.

Mamma, þú ert elskuleg mamma mín,
mér finnst gott að koma til þín.
En mamma, áðan dreymdi mig draum um þig.
En datt þá fram úr og það truflaði mig

Þú varst drottning í hárri höll.
Hljómsveitin! Álfar, menn og tröll,
lék þér og söng í senn, hún var svo stórfengleg.
                             
Tröllin þau börðu á bumburnar.
Blómálfar léku á flauturnar.
Fiðlurnar mennskir menn, á mandolín ég.



Mamma, þú ert elskuleg mamma mín,
mér finnst gott að koma til þín.
En mamma, gaman væri að vera stór.
Þá vild' ég stjórna bæði hljómsveit og kór.

Allir mændum við upp til þín.
Eins og blóm þegar sólin skín.
 En þínum faðmi frá, gjafir flugu um allt.
Flestum gekk vel að grípa sitt.

 Glaður náði ég fljótt í mitt.
 En stóll er steig ég á, stóð tæpt svo hann valt.

e. 12. september

 
  

 

Íþróttir !!

trivial-pursuit-board-gameÍ gærkveldi að loknu pizzuáti þá spilaði ég hið bráðskemmtilega Trivial Pursuit við Lúkas Björn og Ægi félaga hans.  Ég var nú yfir megnið af spilinu en síðan fór að halla undir fæti þegar ég átti eftir eina köku,- hina ógnvænlegu appelsínugulu íþróttaspurningaköku.  Fékk hinar ótrúlegustu spurningar og flaskaði á ÖLLUM.  T.d. þessari : Hver setti Íslandsmet í 60 m grindahlaupi og 400 m hlaupi á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í Genf í febrúar 2000 ?  Ég hugsaði og hugsaði og það brakaði og rauk úr heilabúinu,- var það Jón, Gunnar, Geir, Alfreð.......Hver...hver,- og endaði á að svara Jón Arnar !!!   Auðvitað var það ekki rétt,- þetta var Guðrún Arnardóttir.  Það sem sló mig mest var að mér,- feministanum sjálfum,- hafði ekki dottið í hug að spurt væri um konu !!!   Hrikalegt,- ég þarf að fara að pússa feministagleraugun heldur betur.    Strákormarnir unnu mig síðan á einu íþróttaspurningunni sem ég hefði mögulega getað svarað, þeir fengu spurningu um Suður-Amerískan fótboltamann sem var í herferð gegn dópi en var síðan böstaður sjálfur......Maradonna..../(!#$%&$#&%

Þetta minnir mig á spurningu sem ég lagði fyrir börnin mín um daginn.  Feðgar lentu í hrikalegu bílslysi og pabbinn dó en sonurinn slasaðist mjög mikið.  Það var brunað með hann á sjúkrahús og skurðlæknir kallaður út.  Þegar skurðlæknirinn kom inn í aðgerðarstofuna horfði hann á barnið og sagði,- ég get ekki gert aðgerð á þessu barni, þetta er sonur minn ?    Hvernig má það vera spurði ég börnin mín,- þau veltu þessu lengi fyrir sér og rauk úr heilabúum þeirra,- stjúppabbi, strákurinn var ættleiddur o.s.frv.   Rétt eins og með mig og Guðrúnu Arnardóttur datt börnunum ekki í hug hið rétta svar.  Skurðlæknirinn var móðir drengsins !!!!

 


Ráðhústorg

væri alveg tilvalinn staður fyrir svona kossasendingu frá Íslandi !!! 

istockphoto_2777114_kiss_lipsKoss og knús til ykkar allra og njótið helgarinnar ;)


mbl.is Kossaflens í Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kisa farin, sniff, sniff...

Kisan og kisumamman eru farnar heim til sín á Blönduós. Hér á bæ ríkir því mikill leiði og sorgarsútur er á okkur öllum !!!

Pissed


Dásamlegt

og gott að maðurinn hafi húmor.  Mér finnst hann hefði nú samt átt að staldra aðeins við á Þórshöfn en honum hlýtur að líka dvölin á Akureyri !!  Aðeins meiri snjór en búast má við í Þórshöfn í Færeyjum.  Ég held líka að flugvöllurinn í Færeyjum sé í Vagar en ekki í Þórshöfn.........
mbl.is Lenti á rangri Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1.apríl

er gabbdagurinn mikli.  Tengdapabbi á reyndar afmæli og það er ekkert gabb,- veit ekki hvað fólk hélt þó í Húnavatnssýslunni fyrir 58 árum þegar fréttist af fæðingu eineggja tvíburastráka þann 1. apríl. !!!

Lúkas Björn hringdi óðamála í mig í vinnuna í dag og vildi fá leyfi til að hringja í Lúkas afa í Reykjavíkinni og biðja hann að fara til Grindavíkur vegna þessarar fréttar af arsenal.is  

"Vegna vel heppnaðs 25 ára afmælisferð í október og afmælishátið hér á landi þar sem við buðum starfsmenn Arsenal F.C. til okkar þá hefur Arsenal sent einn leikmann til landsins.Lengi vel var það í myndinni að einn úr unglingaliðinu myndi heimsækja okkur en þar sem Bacary Sagna er meiddur þá var hann sendur hingað til landsins.Bakaríið í Grindavík, Hérastubbur sem er í eigu Sigurð formanns Arsenalklúbbsins mun vera áfangastaður Sagna. Hann mun vera þar í dag eftir að han lendir uppúr 11:00 og vera þar þangað til bakaríið lokar klukkan 18:00.Við hvetjum alla Arsenalmenn að gera sér ferð í Grindavík og hitta bæði formann Arsenalklúbbsins og þann leikmenn sem hefur staðið sig vonum fram á þessu fyrsta tímabili sínu hjá Arsenal."

Ég veit reyndar ekki hvað Lúkas afi átti að gera til Grindavíkur,- fá eiginhandaráritun eða taka mynd Wink en sem betur fer fattaði ég 1.apríl djókið.  Ef ekki þá hefði Lúkas minn hringt í Lúkas afa og hann vísast brunað til Grindavíkur,- því hann gerir jú allt fyrir langafastubbinn sinn  !!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband