Dásemdin senn á enda....

...því hetja hafsins heldur á veiðar á ný á laugardaginn ;(  Sei, la, ví.  Þetta er búið að vera dásemdin ein að hafa sjóarann heima,- komnar flísar á eldhúsgólfið og stigann niður og ég hef ekki eldað eina einustu máltíð né smurt í nestisbox barnanna !!  Það er nú samt skondið að eins og það var mikill gestagangur hjá mér í janúar og febrúar þá hefur varla komið hingað kjaftur á meðan Bogi var heima.  Jú, reyndar tengdamóðir góð og svilkona, en aðeins einn næsturgestur ( mjög ljúfur og fínn og bauð mér í leikhús og alles ).  Síðan byrja gestirnir að streyma í hlað er Bogi heldur brott því von er á Steinvöru systur með alla fjölskylduna um páskana.  Við systur komum sjálfsagt til með að strauja fjallið bærilega ;) og malli minn hvað ég skal knúsa litlu nöfnu mína og stóru systur hennar.

Vísitölufjölskyldan


og fleiri viðburðir...

Takk kæru vinir fyrir árshátíðarábendingar !!!  En svei mér þá ef ég þarf ekki bara að fara að komast í fjallið og slaka svoleiðis á frekar en að sitja út i sal, horfa, hlægja og klappa ;)

Á laugardaginn var fröken Kolfreyja að sýna í fyrsta sinn á sviði Leikfélags Akureyrar,- hún hefur verið á 8 vikna námskeiði hjá Sönglist og endaði námskeiðið á tveggja tíma sýningu með leik og söng.   Síðan sté hún aftur á stokk í Leikhúsinu á sunnudagsmorgun og sýndi aftur og eftir hádegi þann sama dag brunaði fjölskyldan á Blönduós og fórum við á leikritið sem Leikfélag Blönduós er að sýna,- Tveir tvöfaldir.  Leikgleðin er að fara  með tengdafjölskyldu mína því þar léku Sylvía og Kalli, systkini Boga og tengdamamma farðaði liðið og tengdapabbi smíðaði leikmyndina.  Held að þessi familía ætti nú bara að stofna fjölskylduleikhóp !!

Svaka gaman og mikið hlegið.............alla helgina.

En eins og fyrr segir...........alveg kominn tími á fjallið ;)


Árshátíðarbuna

Það mætti halda að frúin væri árshátíðarsjúk.  Í síðustu viku fór ég á árshátíð hjá dóttur minni í 2. bekk Brekkuskóla, á laugardaginn á árshátíð Akureyrarbæjar, í gær á eina árshátíð hjá Lundarskóla og síðan hjá syni mínum í 5.bekk Brekkuskóla og að lokum aftur tvær í dag í Lundarskóla.  Vitið þið um árshátíðir framundan sem ég gæti smellt mér á ?

Giggling%20Gertie


Allt í fína...

..hjá mér og mínum.  Þannig að þið þurfið ekkert að fá hland fyrir hjartað okkar vegna þegar þið lesið þessa frétt kæru vinir Cool  Við höfum alveg sloppið við þessi óhöpp..........
mbl.is Fimm umferðaróhöpp á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóri drengurinn minn...

og spúsa hans eru komin með bráðskemmtilega síðu,- amk fyrir þá sem hafa gaman af hestum !!

http://www.123.is/kjarnahestar/

 

Patrekur JóhannPatrekur Jóhann ömmudrengur.  Auðvitað eru myndir af honum á Kjarnahestasíðunni !!


Glimrandi gaman ;)

ÓMG,- hef nú alveg gleymt að geta þess að um síðastliðna helgi fór ég á stórfenglega árshátíð Akureyrarbæjar hvar ég skemmti mér drottningarlega !!  Góður félagsskapur, einn besti fjöldaframleiddi matur er ég hef bragðað,- frábærir veislustjórar sem Hundar í óskilum voru og síðast en sko alls ekki síst algjörlega magnaður dansleikur þar sem hinn eini sanni Páll Óskar þeytti skífur.  Að sjálfsögðu dansaði daman þar til yfir lauk !!! en ekki hvað, WMCA og alles......

1997


Kynlíf eingöngu fyrir unga !!

Er semsagt bundið við aldur að stunda kynlíf !!  Úbbs, bannað fyrir 38 ára og eldri.  Gott að að ég 43 frétta af þessu................
mbl.is Of gömul í kynlífssenur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband