Menn í dómnefnd !!
29.2.2008 | 23:28
Mér fannst einkennilega staðið að frétt á RUV í aðalfréttatíma þeirra síðastliðinn miðvikudag. http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397849/9
Þar er fjallað um hugmyndir Eiríks Tómassonar um að skipa ætti 6 manna dómnefnd til að velja dómara. Í dóminn ættu að veljast 3 dómarar, 1 lögfræðingur og 2 fulltrúar almennings. Góð hugmynd finnst mér,- en fréttaflutningurinn sýndi grafík af umræddum MÖNNUM í dómnefndinni. Allir voru settir inn sem dökkjakkafataklæddir karlmenn með bindi !! Þar höfum við það,- sex karla í dómnefnd. Auðvitað á ekki að hleypa konum í svona nefnd,- eða það virðist vera álit fréttafólks á RUV.- sjónvarpi allra landsMANNA.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það þarf nú að kenna fólki að njóta !!!
27.2.2008 | 22:24
Ég hef á tilfinningunni að amk helmingurinn ( bara smá ýkjur) af áhorfendum á árshátíð 2. bekkjar í Brekkuskóla í dag hafi notið sýningarinnar. Ekki það að börnin hafi ekki staðið sig bráðvel og verið til fyrirmyndar heldur vegna þess að margt af fullorðna fólkinu var ekki að slaka á og njóta stundarinnar. Veit ekki hve margar myndavélar voru í salnum,- flass, flass, hlaup, hlaup, flass, flass. Og sumir með upptökuvél í gangi allan tímann. Ég get ekki ímyndað mér að fólk njóti skemmtunnar ef það er allan tímann að bíða eftir eða að reyna að ná hinni fullkomnu mynd !!! Og ætlar það síðan að skoða myndirnar heima og njóta þá stundarinnar.......hmmmm Hefði ekki verið betra að taka mynd af litla englinum á undan,- á leiðinni á skemmtunina.
Þar að auki þá trufla svona hlaup, flass, flass aðra áhorfendur, sem eru komnir til að njóta. Einn afinn fór meira að segja oftar en einu sinni hálfa leið upp á svið til að ná mynd af barnabarninu,- og var næstum búinn að klessa linsunni upp í augað á barninu sem stóð fyrir framan barnabarnið !!..............Gaman seinna að skoða myndir,- já mannstu,- þetta var þegar afi stakk augað úr bekkjarfélaga þínum.
Sorrý,- engar myndir af dóttur minni, ég fór nefnilega til að njóta. Og naut vel,- ( fyrir utan flass, hlaup, flass), takk fyrir mig 2.bekkur Brekkuskóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gott !!
26.2.2008 | 16:33
að hafa bóndann heima þegar eru langir fundardagar í vinnunni. Stundum raðast það þannig niður að það rekur hver fundurinn annan,- í heilan dag. Og þó fimmta fundinum hafi lokið um þrjúleytið,- (án nokkurar millipásu reyndar ),- þá er heilinn orðinn bómullarvafinn og kona kemur ekki nokkru í verk,(- amk af viti), það sem eftir er dags. Þá er nú gott að fara bara heim og liggja í leti,- vitandi af bóndanum sem sér um að börnin læri fyrir próf, fari á fótboltaæfingu, eldi matinn, gangi frá og komi börnum í ból.............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fló á skinni
24.2.2008 | 11:11
Ég var svo einstaklega heppin að vera boðin í leikhúsið í gær. Fór í betri fötin, skildi Boga eftir heima með börnin og matarundirbúninginn og skeiðaði í leikhúsið með fjallmyndarlegum manni !! Húha. Fló á skinni er náttúrulega farsi og því væntanlega alltaf hægt að hlægja almennilega. En ég held að það sé ekkert sjálfgefið að það sé jafnskemmtilegt og það er í þessari uppfærslu LA. Það er valin manneskja í hverju hlutverki. Guðjón Karl algjörlega óbetranlegur sem Jóhannes og Klemmi,- frábær leikari. Hann sló líka alveg í gegn hann Hallgrímur Ólafsson í hlutverki Jóhanns S,- og Kristín Þóra Haraldsdóttir var frábær sem nýbúinn Tína. Ég var samt pínu stund að fara í gang með hláturinn,- en mæ ó mæ þegar ég byrjaði. Hló svo að tárin runnu og málingin út um allt ;)
Mæli semsagt eindregið með þessari uppfærslu LA á Flónni................allir í leikhúsið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bíðum spennt
23.2.2008 | 17:14
Þetta er alveg æsispennandi dagur,- fær Bogi veiðileyfi eða ekki !!! Ef ekki, lendir hann þá ofarlega á biðlista ? Ef hann fær dýr,- nær hann því? Með hverjum fer hann þá á veiðar ? Hversu stórt verður dýrið? Verður pláss í kistunni? Verður hreindýr í matinn næsta vetur? Æsispennandi dagur í dag ;)
Ahhh,- spennan er á enda, svona rétt á meðan ég bloggaði..........og hann fékk belju á sex !!
![]() |
Eftirvænting vegna útdráttar hreindýraveiðileyfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góður endir á góðri viku !!
23.2.2008 | 10:51

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslensk stjórnmál í hnotskurn !!
23.2.2008 | 10:47
![]() |
Vilhjálmur ætlar að sitja áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góður pistill...
21.2.2008 | 19:29
![]() |
Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
+
20.2.2008 | 23:45
![]() |
Sungið gegn fordómum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einn af stærstu kostunum við...
20.2.2008 | 21:13
....að vera sjómannskvinna eru hinir unaðslegu löngu frítúrar. Og einn af stærstu kostunum við frítúrana er að þá getur kona látið sér líða eins og pabba leið örugglega alltaf;) að eiga heimavinnandi maka. Og einn af allrastærstu kostunum við heimavinnandi makann er að þurfa ekki að hafa nokkrar einustu einu áhyggjur af hvunndagsmatnum. Eins og mér þykir afskaplega gaman að elda gúrmet máltíðir þá þykir mér jafn lítið gaman að elda bjúgu og uppstúf !! eða e-hvað í þá áttina allavegana. Og að ákveða hvað á að hafa í matinn,- mæ ó mæ,- hrikalega leiðinlegt.
Stefni á brjálaða notkun á www.hvaderimatinn.is þegar bóndinn fer í fiskaleit á nýjan leik,- sem er nú sem betur fer ekki alveg í bráðina, enda á eftir að leggja flísarnar á eldhúsgólfið ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)