Jólaskap
2.12.2007 | 12:51
já, það var svo sannarlega hægt að fara í jólaskapið niður á Ráðhústorgi !! Ég og börnin tvö nutum þess amk í botn. Yndislegur kórsöngur hjá Stúlknakór Akureyrarkirkju, lúðrasveit og jólasveinar. Hvað gæti verið betra ? Kannski þegar ég og börnin bökuðum í gærkveldi tvær smákökusortir ;) Þeim finnst ekkert smá gaman að mæla allt sem þarf til í kökurnar og saxa súkkulaði og setja síðan á bökunarplötuna. Og smákökur sem stúlkur og drengir baka sjálf eru miklu betri á bragðið en aðrar ;) ???að finna uppskrift að brokkolí og gulrótarsmákökum.
![]() |
Norðlendingar í jólaskapi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Piparkökur !!
1.12.2007 | 11:14
Oft hafa verið bakaðar piparkökur á mínu heimili og málaðar eftir kúnstarinnar reglum !! Í gær var öldin önnur. Fórum í búð og keyptum piparkökur, hjörtu, jólatré og kalla og kerlingar. Versluðum einnig alveg gasalega sniðugan glassúr í túpum. Síðan sátu börnin og sprautuðu á piparkökurnar. Mamman þreif ísskápinn og pabbinn er út á sjó að draga björg í bú.
Í dag verður farið niður í bæ og jólast þegar kveikt verður á jólatrénu á Ráðhústorgi ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)