Í alvörunni komin heim !!

Er núna komin heim í alvörunni,- var það ekki í síðustu færslu heldur var þá komin heim til Siggu frænkusystur í Köben ( en að koma til hennar er náttúrulega eins og að koma heim ). Við Kolfreyja fórum semsagt í síðustu viku til Köben,- ég beint áfram til Gdansk en Kolfreyja var eftir hjá Siggu og hennar slekti ( sem er nú ekki af verri endanum).  Ég hitti kollega mína frá Póllandi og Noregi og byggði upp fín tengslanet og gat verslað aðeins í HM- áður en gengið á slotsinu fór til........

Kom semsagt til Köben á laugardaginn og ótrúlegt en satt,- fór með Kolfreyju og Siggu og öllu hennar slekti á rölt niður allt Strik og við fórum ekki inn í eina einustu búð ( Jón keypti sér reyndar vatn og lestarkort ). Mér finnst það segja allt sem segja þarf um ástandið þegar við Sigga göngum kokhraustar fram hjá öllum búðum ( og þær voru opnar !!).  En auðvitað gengum við ekki fram hjá kaffíhúsapöbb, 3 öl, 3 bollar heitt súkkulaði og 3 múffur = sexþúsundkall !!!!

Síðan tók Geiri minn á móti mér með miklum ræðuhöldum þegar ég lenti í Kef kl. 16 !!

Flugrútan í innanlandsflugið og komin heim í Eyjafjörðinn. Kolfreyju hafði ekki orðið misdægurt í öllu ferðalaginu ( þrátt fyrir bílveikistendenda) en ældi eins og múkkarnir í Andey á flugbrautina hér fyrir norðan.  Beint fyrir framan nefið á Fokker.


Konu ekki óhætt....

...að skreppa burt frá ísa köldu landinu.  Skellti mér á ráðstefnu í Póllandi á þriðjudag og var að koma heim og það er bara allt orðið vitlaust í efnahagsmálunum,- Dabbi enn að gera óskunda og Þorgerður barasta reið við hann.  Best að reyna að koma skikki á þetta allt saman núna......

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband