Bílaleigur !!!

Held ég verði að taka undir með Valda vini mínum,- Ísland best í heimi,- og allt dýrast.

Þannig er mál með vexti að minn ektamaður er á sjó suður með sjó ( skemmtilegur orðaleikur a tarna).  Hann kemur í land á sunnudagskveld og fer úr á sjó aftur á föstudag.  Auðvitað er ekkert mál fyrir hann að fljúga á milli og það gerir hann oftast. 

En til að vera kominn snemma til sinnar ástkæru fjölskyldu þá vill hann helst keyra aðfaranótt mánudag norður,- kemur það seint í land að það verða engar flugvélar.  Það ætti nú ekki að vera mál í þessu samkeppnisþjóðfélagi.  Bílaleigur á hverju strái og krummaskuði og endalaus tilboð og samkeppni.  Eða hvað !! 

Eftir að hafa skannað netið og farið inn á heimasíður HVERRAR EINNAR OG EINUSTU BÍLALEIGU landsins þá get ég ekki betur séð en að verðið sé afskaplega svipað, held að Samkeppnisstofnun ætti að líta á það.  Verðið er svo sem ekkert afar slæmt,- og ég var byrjuð að bóka bíl á nokkrum síðum,- en hætti alltaf við vegna e-hvers sem heitir SKILAGJALD. 

Það er semsagt þannig að þó svo að bílaleigurnar séu með starfsstöðvar þvers og kruss um landið þá þarf að borga okur,- já, OKUR- skilagjald ef þú tekur bíl á einum stað en skilar á öðrum ( R-vík-Ak í þessu tilfelli).  Ég á ekki til orð,- trúði varla netinu og lagðist í símtöl !! Jú, jú, allsstaðar reglan.  Fór síðan á eina bílaleigu hér í bæ sem er með starfsstöð í Reykjavík líka, rakti fyrir þeim raunir mínar og ræddi að fá bíl semsagt fram og til baka.  Fékk þetta kostatilboð,- 13000kall,- mér leist vel á það,- norður á mánudag og suður á föstudag,- fínn díll og bíllinn í útleigu hjá bílaleigunni á Ak í millitíðinni.  Ó, nei góða mín.  26þús kall fram og til baka !!!!!

Er ekki allt í lagi?

ps. Bogi kemur bara með flugi !!  SVÞ fær hann gistingu eina nótt?


Ill áhrif !!

Get svo svarið það að þessi ferð mín suðvestur á land hefur nú haft þónokkrar afleiðingar.  Ég er búin að liggja eins og skata og hitna og svitna síðan ég kom heim og er enn að !!!  Hellur fyrir eyrum og hor í nös !! Hvað er í gangi?  Kona sem er nú ekki vön að draga í sig pestarnar svona almennt.  Ég tel nokkuð víst að þó ég hafi staldrað ansi stutt við í höfuðhreppnum þá hafi ég dregið að mér súrt, sjúkt, öfundsjúkt og bakmælgisandrúmsloft, svona rétt á flugvellinum.  Heiðarleg kona eins og ég þolir nú ekki svona þjakað, flárátt, slóttugt, lævíst og undirförult umhverfi !!  Al Gore ætti nú að gera mynd um þetta.

p.s. nema þá að  bæn prestsins í skírninni á sunnudaginn hafi svona áhrif á mig.  En bænin var um að bægja illu frá því húsi og fólki sem var í skírninni ;)  og nú lekur það illa út.......


Þórhildur

Það bar helst til tíðinda um helgina að ég og börnin fórum í borg breytinganna.  Stöldruðum stutt við þar, vorum mest á Selfossi, Keflavík og í Hafnarfirði.  Lúkas Björn var þó mest í Reykjavík hjá Lúkasi langafa sínum og fóru þeir m.a. á Ísland-Lettland og horfðu á Eið Smára setja markamet.

Myndir komnar í myndaalbúm sem heitir skírn, enda var verið að skíra hana Þórhildi !!Þórhildar

Þórhildur, Þórhildur, Þórhildur, Þórhildur

 

 

 

Nammmmmmm

 

 Ótrúlega góð og girnileg kaka

 

 

 

Flottasta brosiðÞetta er sá flottasti !!


Nohhh

MeyjaMeyja: Ert þú kertið eða spegillinn sem endurspeglar það? Hvort sem er, þá breiðir þú birtu um veröld víða. Fáðu því hvatningu ef þú þarfnast hennar.

Held að þessi stjörnuspá sé nú fullkomin hvatning í sjálfu sér ;)


Leyningshólar

030Fór ásamt börnum mínum og fleira dásamlegu fólki í góða göngu í Leyningshólum.  Aldeilis bráðskemmtilegur staður og fallegur.  Og, já, já fjöllin eru falleg inn í Eyjafirði...........

Þar skilur að hvíta og svarta...

... Ég var bara staðráðinn í að ná hlébarða í þessari ferð,- sagði ungur og viðkunnalegur maður í fréttum RUV í kvöld,- Þar skilur að hvíta og svarta að taka svona,-   úbbs, ekkert mjög viðkunnalegur lengur, fullur af kynþáttafordómum.  Ææææ, fyrirgefið hann sagði þetta víst ekki,- heldur....þar skilur að menn og homma að taka svona,- hmmmm samt ekki viðkunnalegur svona kynhneiðgarfordómar.  Ahhh, ekki sagði hann víst þetta heldur,- heldur ( og nú vona ég að þetta pikkist rétt hjá mér ;)  Þar skilur að menn og konur að taka svona..............úbbs er hann viðkunnalegur með þessa kynjafordóma?

Mér er spurn hvort RUV hefði birt orð þessa unga manns ef hann hefði sagt hinar tvær fyrri rangt innpikkuðu athugasemdir mínar.  Borga ég afnotagjöld til að viðhalda kvenfyrirlitningu og kynjafordómum ? 

Sendi þessa færslu að sjálfsögðu á RUV og óska svara

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338449


Vinkonur gestgjafar !!

Get svo svarið það.  Þrjár af mínum bestu vinkonum eru í nýja Gestgjafanum með gúrmet uppskriftir.  Ólína sem ég kynntist á Þelamörk og kenndi með þar og síðan líka í Þorlákshöfn, Kristín Sólveig á Sílastöðum, sem ég kalla nú yfirleitt yfirleitt Diddu á Síló, kynntist henni líka þegar ég bjó á Þelamörk og síðan Marjolyn hin hollenska sem ég kynntist á Fáskrúðsfirði.  Þið verðið sko ekki svikin af uppskriftum þessara góðu kvenna, amk hef ég alltaf fengið LOSTæti hjá þeim. 

p.s. þessi færsla er skrifuð í boði Birtings......( eða svo mætti líklega halda)


Heilsugæslan hin dásamlega

Mikið er nú dásamlegt að búa við fínt aðgengi að læknisþjónustu.  Eins gott þó að undirbúa sjúkdómana vel og betra væri nú að vera skyggn svona á stundum.  Dóttir mín kenndi sér meins í september og ég var búin að tala við doktorinn okkar í símatíma og fá ráð, ef það ekki dygði ætti ég að koma með hana á heilsugæsluna.  Nú var svo kominn október og enn kenndi stúlkan meinsins.  Þannig að ég hringdi í gær til að fá tíma,- nei, ekkert laust fyrr en í næstu viku.  Ummm, sagði ég og tjáði við þýðradda símadömuna að doktorinn hefði nú sagt mér að mæta með hana strax og ljóst væri að ekki dygðu símaráð.  Nei, ekki smuga, en mér var góðfúslega bent á að ég gæti hringt í doktorinn daginn eftir.  Jú jú það gerði ég, en þá var doktorinn ekki við.  Hmmm, góð ráð dýr.  Hringdi í annan lækni,- laus tími 29 október.  Já, já, hvað er nú til ráða???    En þegar ég kom heim í dag hafði umrædd dóttir meitt sig á fæti í skólanum, svo ég tók ákvörðun um að fara á slysó.  Þegar við mæðgur skeiðuðum þangað inn um 6leytið var múgur og margmenni fyrir.  Ohhh,- ég fór í glerbúrið og þurfti þar að svara spurningunni.......heilsugæsla eða slys?  bæði....sagði ég, því ég vildi nota tímann fyrst ég væri komin til doktors og bera meinið upp líka.  Það var ekki nógu gott svar og afgreiðsludaman var í mestu vandræðum með að sortera okkur.  Slys hvíslaði kona fyrir aftan mig ( vissi greinilega hvað hún söng)....já, já, aðallega slys, sagði ég.  Var þá dóttirin skráð inn sem slys og við mæðgur settumst.  Hittum einmitt fyrir konu sem ég kannast við sem sat svolítið þreytuleg á biðstofunni með dóttur sinni.  Við mæðgur biðum ekki mjög lengi, vorum kallaðar inn sem slys og komið fyrir og yfirheyrðar af hjúkrunarfræðingi, þegar hún yfirgaf rýmið sagði hún,- læknirinn kemur eftir örstutta stund.  Við mæðgur spjölluðum og veltum fyrir okkur heimsmálunum.  Hálftími ( örstutt stund) leið og þá kom umræddur læknir,- ekkert hægt að gera fyrir fótinn, bara slæmt mar,- kíkti á meinið og yppti eiginlega öxlum og gat lítið ráðlagt sem ég vissi ekki fyrir.    Þegar við fórum út kl. sjöþrjátíu hittum við kunningjakonu mína,- sem beið enn ( enda skráð á heilsugæslu en ekki slys) og hafði beðið síðan klukkan FIMM. 

Eigum tíma í næstu viku...............


Á meðan ég lá í heilagri leti...

...á laugardaginn þá lagðist heimurinn í dvala,- varla að andaði af suðri og allt var hljótt og stillt !!  Í gær þegar ég spýtti í lófana og tók skorpu í þrifum og þvotti þá höfðu aspirnar mínar nóg að gera.   Get svo svarið það að svotil hvert eitt og einasta laufblað af þeim öllum hefur fallið ljúft og flögrandi niður í garð í gær.  Já já,- það má alveg koma í heimsókn og raka !!!!1998img391

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband