Sylvía og Lúkas
16.1.2008 | 18:49
Mér hafa alltaf þótt þessi tvö svolítið lík.
Hérna eru þau Lúkas Björn minn og Sylvía Rún föðursystir hans. Þau eru amk bæði ljósskolhærð og bláeygð og ansi hreint skemmtileg bæði tvö.
Allt fínt að frétta, brjálað að gera, sem er nú ekki leiðinlegt. Þakka almættinu fyrir að hafa heilsu, frábæra fjölskyldu, skemmtilega vinnu og vellíðan ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
skárra en ekkert...
12.1.2008 | 20:15
![]() |
Ef til vill tilefni til að styrkja faglega ferla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ástin á stjórnarheimilinu !!
12.1.2008 | 11:31
Það er nú meiri ástarbríminn á blessuðu stjórnarheimilinu. Ég varð alveg ofan dottin þegar ég las í viðtali við iðnaðarÖssur að hann sem pólitískur faðir sem á börn sem eru að vaxa úr grasi renni til rifja þær hörðu árásir sem Þorsteinn Davíðsson sætir út af því einu að hann er sonur föður síns.
Hvað er í gangi,- þau mæla hvert upp í annað iðnaðarÖssur og menntaÞorgerður. Hverskonar bull og vitleysa er í gangi ? Þegar nokkuð ljóst er að sonur Davíðs fær stöðu vegna þess að hann er sonur Davíðs en ekki hæfastur þá, sem betur fer, heyrist hljóð úr mörgum hornum. En ég hef svo sem misst af þessum hörðum árásum á Þorstein,- finnst gagnrýnin vera hörð ( en engin árás) á fjármálaÁrna, og algjörlega eðlileg.
Já, ástin er blind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Afdrifarík skíðaferð??
11.1.2008 | 10:41
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hlutabréf á útsölu !!
9.1.2008 | 21:09

Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Málfarsvillur....
7.1.2008 | 18:49
...pirra mig oft. Þó ég sjálf geri örugglega margar. En mér finnst sjálfsögð krafa að það fólk sem vinnur við fjölmiðla tali rétt og gott mál !!!
Einn sjónvarpsmann heyrði ég segja....á gamlárdagskvöld,- þetta misbýður málvitund minni ;( finnst lang eðlilegast að segja gamlárskvöld,- þótt að öllu jöfni segi fólk mánudagskvöld... ( enn og aftur legg ég til að við tökum upp eftir frændum vorum í Færeyjum og segjum mánakvöld...).
Og annar sjónvarpsmaður fór nú alveg með það þegar hann spurði ljósmóður að því hvort fólk kæmi ekki víðs vegar að til að fæða börn á sjúkrahúsinu. Fólk fæðir ekki börn heldur eingöngu konur,- hingað til amk. Hitt er allt annað mál að fólk eignast börn,- en klárlega fæðir ekki næstum allt fólk börn.
Ég veit, ég veit...þetta er algjör tittlingaskítur,- en fer í pirrurnar á mér........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tíminn strax byrjaður....
3.1.2008 | 18:19
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Loksins, loksins
1.1.2008 | 23:07
fékk ég á baukinn í skaupinu. Búin að bíða milli vonar og ótta í mörg ár,- fæ ég á baukinn, fæ ég ekki á baukinn. Hef greinilega aldrei verið þekkt fyrir neitt nógu mikið amk til að fá á baukinn í skaupinu. Fyrr en nú, ásamt ykkur hinum kæru bloggfélagar ;)
Garmlárskveld fínt, risakjúllinn gómsætur og allt meðlæti, fínar rakettur, gott kaffi og góður konni. Og yndislega gott ból..............
Í fyrsta skipti held ég að við Bogi höfum haldið áramótin eingöngu með okkar fjölskyldu,- bara við, börn, barnabarn og tengdabarn !! Mjög fínt.
Ólína vinkona eignaðist risa stúlku í nótt,- þetta hafa verið skemmtileg áramót hjá þeim ;) Til lukku elsku fjölskylda.
Síðasta ár afskapalega rólegt hjá mér,- ekki mikið um breytingar. Ætli það sé merki um að kona sé orðin öldruð og ráðsett??
Forvitnilegt að vita hvað 2008 ber í skauti/skaupi sér, hafið góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)