pæling

Hér hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í samfellt 18 ár.  Og sjá árangurinn......auðmannastétt orðin til ( og allar konurnar þeirra eiga húsin þeirra núna ) en allt fellur á almenning þegar þeir spiluðu rassinn úr buxunum.  Velferðarkerfið að verða ein rjúkandi rúst,- vextir í svimandi hæðum,- og atvinnuleysi hefur aukist um 30% síðasta mánuð.  Þetta er ekki vænlegt bú sem Jóhanna og vinstri stjórnin tekur við.  En ef e-hver getur bjargað e-hverju fyrir almenning ( mér er alveg slétt sama um auðmennina) þá er það frú Jóhanna !!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Frú Jóhanna er vel þessum titli komin og er hún ein okkar beztu stjórnmálamaður okkar íslendinga síðari tíma. Hefur hún stuðning minn heilan. En fyrirgefðu, var Sjáltstæðisflokkurinn einn um völdin síðastliðin 18 ár? Ekki rekur mig minni til þess. Með beztu kveðju.

Bumba, 30.1.2009 kl. 08:35

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Sæll Bumba.  Ó aldeilis ekki var sjálfstæðisflokkurinn einn við völd.  Framsókn á mjög stóran part í þessu hruni,- auðvitað komu fleiri flokkar að landsstjórninni þessi ár,- en sjálfstæðisflokkur ALLTAF og framsókn mjög mikið.  Þeir skópu auðvaldsstéttina t.d. með kvótakerfinu,- og sölu bankanna.  Þar var framsókn fremst í flokki en haga sér nú eins og hvítþvegnir au.....

Gó Jóhanna ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 30.1.2009 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband