viðsnúningurinn....

...eftir jólafríið gengur ekki alveg nógu vel.  Fer þó alltaf snemma á fætur,- en sama hvort ég dotta eða ekki seinnipartinn ( yfir Kastljósinu) þá fer ég seint í ból og velti mér þar og bylti í óratíma áður en ég sofna.  Vakna síðan litlu hvíldari ;(  Vonandi fer þetta nú að ganga yfir.....og veruleikinn verður samur á ný.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælinú. Ég held að þetta séu allar steikurnar og öll "súkkulöðin" sem fara svona í mann. Sleppti þessu öllu núna og hef sjaldan verið hressari. Ekkert mál að sofna og enn minna mál að hundska sér á fætur..... Allir í sólina, hangikjötsogsúkkulaðilaus um næstu jól og áramót !!  :o)  kv. Guðný sys.

Guðný sys (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:56

2 identicon

Ó hvað ég kannast við þetta !

Sleppti að vísu konfektinu en datt aðeins í terturnar á nýársdag.......eða frekar daginn eftir enda stóðu nýárs-afmælisgestirnir sig alls ekki nógu vel í tertuátinu ! Annars held ég að það séu frekar jóla-BÆKURNAR en jóla-MATURINN sem heldur fyrir mér vöku .

Kveðja frá Seyðó

Jóna Björg (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband