Ábyrgð foreldra.

Ég segi nú bara halló !!  eða Sæll,- eins og nú er í tísku.  Hvar liggur nú ábyrgð og umhyggja foreldra.  Sjá þeir ekki ef að það er kolvitlaust veður ??  Mér finnst að við getum ekki tekið allt forræði af foreldrum,- þeir hljóta að geta metið það hvort veður og færð sé með slíkum hætti að ekki sé glóra í því að senda börnin í skólann!!
mbl.is Óljós tilmæli varðandi skólahald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér, ég var heima í morgunn með 1 veikt barn og ákvað að halda hinu heima líka

Guðborg (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:36

2 identicon

já ég er sammála ég er með börn á leikskóla, grunnskóla, og framhaldsskólaaldri og enginn þeirra fór í skólann í morgun.

Eyrún (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:42

3 identicon

Ábyrgð og umhyggja segir þú.  Mín börn fóru í skólann í morgun, voru keyrð af því að veður var vont, ekki snældubrjálað,(ekki miðað við austurland).  Mín ábyrgð liggur m.a. í því að kenna börnunum að þau hafi skyldu, meðal annars þá skyldu að mæta í skólann þegar hann er og þau ekki veik. 

mamma í Árbænum (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:48

4 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Til að það sé enginn misskilningur á ferðinni þá er ég ekkert að gagnrýna þá föreldra sem létu börnin fara í skóla í morgun,- né þá sem héldu þeim heima,- heldur beinist gagnrýnin að því að það sé e-hverra annarra en foreldranna að meta það hvort þau sendi börn sín í skóla eður ei þegar veður eru válynd ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.1.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband