Mín kæra Sara

Allt frá því herrans ári 1994- þegar Guðný systir kynnti hinar stórfenglegu Sörur Bernhards fyrir okkur hjónaleysunum þá í undirbúningi brúðkaups okkar- höfum við bakað Sörur fyrir jólin.  Alveg sama hvað annað hefur setið á hakanum eða breyst- allar aðrar smákökur, laufabrauðið keypt tilbúið úr búðinni, ekki farið í messu, rjúpur ekki til og hvað eina.  Sörurnar eru hinn fasti punktur jólanna hjá okkur.  Í ár er engin undantekning og ég bakaði Sörur í vikunni.  Notaði sömu góðu uppskriftina frá Guðnýju sys,- úr Gestgjafanum 1987.  Engu breytt út af frekar en vanalega. Nema reyndar þá gerði ég aðeins tilraun með kremið.  Í eina possonina ( af fjórum) setti ég slurk af koníaki !!  Ammi, nammi.  Þetta verður gert aftur.  Síðan komu hér tvær góðar kvinnur á föstudagskveldið og við sátum við í nokkra klt. við að setja á Sörurnar.  Spiluðum jólalög, kertaljós, rauðvín og súkkulaði.  Getur lífið verið betra ?

Sörur úr Gestgjafanum 1987

200 gr fínt malaðar möndlur ( eða möndluflögur sem kona mylur síðan enn betur)

3 1/4 dl. flórsykur

3 eggjahvítur

Eggjahvíturnar stífþeyttar.  Flórsykur sigtaður og möndluflögurnar settar út í hann og síðan eggjahvítum blandað varlega saman við.

 Sett með teskeið á bökunarplötu með bökunarpappír.  180 gráður í ca 15 mín. 

 

Krem

3/4 dl sykur

3/4 dl vatn

3 eggjarauður

150 gr. smjör

1 msk. kakó

1 tsk kaffiduft

Vatn og sykur er soðið saman í sýróp.  Eggjarauðurnar þeyttar á meðan þar til þær eru ljósgular.  Sýrópinu hellt í mjórri bunu saman við og hrært á meðan.  Þetta er látið kólna og síðan er mjúku smjörinu bætt út í, þeytt á meðan.  Kakó og kaffidufti bætt út í.  Þetta látið kólna, smurt neðan á kökurnar og síðan er 250 gr suðusúkkulaði brætt og kremhliðinni dýft í.

Ég semsagt geri yfirleitt tvöfalda uppskrift í einu. Mér finnst afar mikilvægt að þeyta eggjarauðurnar afskaplega vel.  Síðan geymi ég nú yfirleitt kremið í ísskáp í sólarhring áður en ég set á kökurnar.  Þá er gott að vera saman við að setja á kökurnar og dífa í súkkulaðið og láta síðan kökurnar kólna í ísskáp.   Koníakið setti ég út í kremið áður en ég setti smjörið. Ég er nú heldur ekkert alveg heilög á magninu.  Yfirleitt þarf ég nú meira af kremi en segir til um. Núna t.d. gerði ég fjórfalda uppskrift af kökum en var með sexfalda af kremi !! ( ég var líka að bara fyrir vinkonur mínar og frumburð !!)  Og ég er ekkert að mæla súkkulaðið, bræði bara 200 gr. í örbylgjunni í einu og set á og bræði síðan bara meira.....og meira...og meira.   

Kökurnar er síðan gott að geyma í frysti, taka út ca klt. áður en veislan hefst og setja þá í ísskáp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð mín kæra, þakka þér fyrir uppskriftina. Ég vildi annars bara kasta á þig kveðju og láta þig vita af nýrri bloggsíðu ..sem er www.123.is/rugludolla

og svo vantar mig tölvupóstadressu til að senda þér lykilorð á blog.central siðuna.. mitt tölvupóstfang er ragnakristins@hotmail.com þ.e.a.s. ef þú vilt lykilorðið;o)

Bestu kveðjur

Ragna popparadóttir 

Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband