Lýðræði ?

Ég hef verið ansi hugsi yfir lýðræði því sem við búum við hér á landi um þessar mundir.  Fyrir ekki svo löngu síðan réð ríkisstjórn sem var lýðræðislega kosin ansi mörgu.  Í tíð ríkisstjórnar B og D var  margt sem áður var ákvarðað af kjörnum fulltrúum lýðræðisríkis fært yfir á hendur annara.  Og hverjir voru í þeim ríkisstjórnum og hvar eru þeir nú.  Seðalbanki Íslands ræður lögum og lofum í fjármálaheimi landsins, svo miklu að ríkisstjórnin hefur lítið sem ekkert um efnahagslífið að segja.  Í seðlabankanum hefur Davíð nokkur Oddsson völdin. Ekki var hann kjörinn þangað af lýðnum,- og þar má hann sitja sem hann vill.  Landsvirkjun er orðin sjálfstætt apparat og virðist nú ráða því hvernig iðnaður á að byggjast upp í landinu.  Þar ræður Friðrik Sophusson ríkjum og ekki var hann kjörinn þangað af lýðnum,- og þar má hann sitja sem hann vill.

Sorrý, mér finnst þetta ekki vera lýðræði.  Því miður held ég að einræði sé að verða nokkuð ríkt í okkar ríki,- einræði þeirra sem áður voru kjörnir í lýðræðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Alveg sammála þér Helga þetta köllum við lýðræði!!!!!!!!!

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 11.11.2007 kl. 20:29

2 identicon

Helga þú kemur því vel í orð sem ég hef oft verið að hugsa um.  Alveg ótrúlegt hvað það eru í raun til mörg svín eins og hann Napoleon hans G.O.

En skondið lenti einhvern veginn inná síðuna þína í gærkvöldi og svo er maður að lesa mbl. og lendir aftur til þín :) MBK Bjarney 

Bjarney Kolbrún (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 20:39

3 identicon

Blessuð mín kæra! Ég hef nú ekki mikið pælt í þessu en ég held bara að ég sé sammála þér! :)

Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband