Einu sinni var....

....bullandi atvinna í þorpinu.  Stöndugar útgerðir gerðu út aflaskip sem komu drekkhlaðin að landi,- löndunargengið mætt á bryggjuna,- landað,- í kæli, gegnum vélar og fram í vinnslusal þar sem var snyrt og pakkað......og svo framvegis þar til aflinn var orðinn að vöru til útflutnings.  Og langflestir í þorpinu fengu útborgað vikulega ( í mínu þorpi kom Gunnar út í frystihús á föstudögum og þá var stundum löng pása þegar beðið var í röð eftir umslaginu).  Síðan kom kvótasetning,- útgerðir fengu eignarhald á kvóta, seldu, leigðu, erfðu og bitust um við skilnaði......allt í einu var farið að búa til fullt af pening.  Safnaðist á fárra manna hendur sem seldu kvóta burt frá þorpunum.  Fólkið eftir atvinnulaust,- verðlaus hús, en íbúðarlánin í fullu gildi ( var það síðan ekki frægt þegar bankarnir hófu íbúarlánin sín að þá gat fólk sem var búsett í þessum þorpum ekki fengið lán,- og endurfjármagnað sínar eigur ?).  Þorpin að sjálfsögðu án útsvarsgreiðenda og atvinnutækifæra.  Og hvurt fóru kallarnir sem áttu kvótann ?  Já, alveg rétt.........í bankabissness !!!

Á skíðum skemmti ég mér....tralalala

Ég varð nú ekkert smá glöð þegar ég kíkti á heimasíðu Hlíðarfjalls áðan !!  Jibbý

 


Heim...heim og heim...

Komin heim eftir gagnlega starfs- og skemmtidvöl í höfuðhreppnum.  Starfsdvölinni eyddi ég á frábærri ráðstefnu,- Listin að læra og það var svosem alveg skemmtidvöl líka.  Mér finnst nefnilega skemmtilegt í vinnunni minni ;)  en síðan tók enn meiri skemmtun við,- að hitta barnabörnin,- að hitta góða vini ( og leiðinlegan kall sbr. fyrri færslu),- að hitta barnabörnin,- að hitta frumburðinn og tengdadótturina,- að hitta barnabörnin,- að passa barnabörnin,- og að hitta Steinvöru sys og familí og Lúkas afa og frú og að hitta barnabörnin ;)

Það var svo mikill snjór þegar við komum heim og ég hélt að forsjálnin væri hreinlega að verki þegar dyrabjallan glumdi skömmu síðar og pósturinn Páll var mættur með skíðin hans Boga alla leið frá Þýskalandi.  Slengdi mér beint á netið til að athuga hvunær fjallið opnar.......súrt... ekki fyrr en eftir mánuð. 

Förum þá bara á Dalvík !!!


Bankastarfsmenn ??

Fór með manni og vinum út að borða í gær.  Það er svosem ekki í frásögur færandi ( nema að við förum mjög sjaldan út,- og fengum þennan fína mat á veitingastaðnum Gullfossi ) nema hvað...á eftir settumst við inn á Torvaldssen, fengum okkur rauðvín og bjór og tjöttuðum.  Þar sem við sitjum í mesta sakleysi þá kemur til okkar maður með bægslagangi miklum og spyr okkur við hvað við störfum.  Við segjum eins og er að við séum kennari, skólastýra, flugumferðarstjóri og sjómaður.  Gaurinn ranghvolfdi augunum  og trúði okkur greinilega ekki.  Fór í burt, en kom fljótlega aftur með sömu spurningu, við svöruðum enn á sama hátt en þá sagði hann....þið eruð víst bankastarfsmenn.  Við hlógum nú bara að honum ( og ég var næstum búin að segja...nú komst upp um okkur...við sáum um sjóð 9 )en því hefðum við betur sleppt því hann barði í borðið hjá okkur svo rauðvín og bjór skvettust úr glösum og öskraði á okkur.   Það er nú lámark að fólk viðurkenni hvað það gerir....þið eruð víst bankastarfsmenn.  Ekkert þýddi að rökræða við kauða en hann kom sér þó í burtu...fussandi og sveiandi. 

Þórhildur Helga bankastarfsmaður.......í gleðibankanum ;) 


Fínt málþing

Var í gær og dag á fínu málþingi hjá Menntasviði Háskóla Íslands ( sem ku vera fyrrum Kennaraháskóli Íslands),- Listin að læra var yfirskrift þingsins og voru mörg góð erindi um listir í kennslu og kennslu sem list ;)  Þorgerður Katrín ráðfreyja menntamála ávarpaði þingið og ég er full vonar fyrir hönd skólakerfisins eftir að hún sagði : ...ef við stjórnmálamenn þorum að forgangsraða í þágu menntunar... 

Þið verðið bara að þora.....


Tímaspursmál !!

Er þá ekki bara tímaspursmál hvenær fjallið opnar ?  Ég ætla amk að draga skíði fjölskyldunnar fram úr geymslunni og bera á og pússa og allt það.  Finna til skíðagallann, hjálmana og gleraugun.  Jibbý jei......ekki leiðinlegt ;)
mbl.is Mikill snjór á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langeygð

Ég er að verða svoldið langeygð eftir fréttum í þessum gengismálum.  Í upphafi gengishrapsins voru fréttir margoft á dag með hinum ýmsu búmmertum,- Þorgerður Katrín baunaði á Davíð sem baunaði á.....og svo framvegis.  Og dag eftir dag héldu skandala fréttirnar áfram,- Glitnir fallinn,- Landsbankinn fallinn, Kaupþing fallið !!!  Endalausir fréttafundir Geira og Bjögga og Kastljósið undirlagt í efnahagsmálaumræðu !!   Nú er búið að blása svo í konu stórfréttir daglega að ég verð stressuð í svona fréttaleysi !!  Svei mér þá það væri nú bara skárra að fá slæma frétt úr fjármálalífinu en enga.

Búmmertu takk,- fyrir geðheilsu mína  


Kjarnaskógur

Leti gærdagsins entist nú ekki allan daginn.  Helga svilkona kom í heimsókn og síðan kom Inga og dró okkur með í góðan göngutúr inn í Kjarnaskógi.  Þannig að það var ekki um annað að ræða en að slengja sér úr náttbuxunum og í göngufötin.  Síðan sem betur fer sá Inga aumur á mér og Kolfreyju ( hún veit sem er að Bogi er kokkur heimilisins) og bauð okkur í mat,  Geggjuð kjötsúpa, heimabakað brauð og rauðvín.  Ummmm.   Þetta varð semsagt hinn fullkomnasti dagur,- letilíf...heilsurækt...góður matur og góður félagsskapur ;)feeling_good_SS1584_enlarge

Ljúf leti !!

Karlpeningur heimilisins hélt í Garðabæinn í gær þar sem sá yngri ku keppa í handknattleik alla helgina. Við mæðgur erum því tvær einar og í stað þess að vera rífandi duglegar ákváðum við að hafa ljúfa letihelgi.  Reyndar bættist einn letingi í hópinn er vinkona stúlkunnar kom og fékk að gista.  Það var haldin tískusýning og etin pizza, horfðum á Akureyringa rústa Útsvari...( enn í fýlu við Finn granna að vita ekki að Lúkas var læknir) og dingluðum okkur bara.  Snemma í bólið,- enda skriðu stúlkurnar uppí til mín kl 04:30 og uppástóðu að það væru sko glaðvaknaðar.  Skólfaði þeim niður aftur og þær sváfu til 9,- ég til 11 ;)

Tóm leti í dag,- vafra á vefnum,- lesa,- kíkja á kassann...........ummmmmmmm

festival_of_books


Kæra vina

.....á rósinni ljóma sem titrandi tærar daggir tár mín.

rosesXL


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband