punkteruð....

Alveg punkteruð eftir langa helgi.  Virkilega gaman en drulluþreytt.  Á fimmtudagskveldið fékk ég frábæra nætur og matargesti,- hreindýr og humar var sett á veisluborðið og etið og spjallað.  Á föstudeginum fór ég síðan á Blönduós með börnin,- heitt bað og næs,- og síðan var ekið þvert yfir Þverárfjall ( ha, ha, ha) eldsnemma á laugardag og Kolfreyju fylgt eftir á fótboltamóti á Króknum.  Á milli leikja dinglaði ég um á lummudögum á Króknum, fór á minjasafnið ( alveg frábært) og síðan var útimarkaður og ég veit ekki hvað.  Yfirgaf Kolfreyju fyrir kveldmat ( liðin gistu altsvo saman) og brunaði á Blönduós í grill hjá tengdó,- heimsókn til Immu ömmu, Evu+Kára, Auu og Kobba og aftur heitt bað ;)  ( bara þetta kveld væri nú alveg nóg í þrekið ekki satt ).  Brunað enn og aftur þvert til Króksins í býtið í morgun og Kolfreyju fylgt eftir í súru og sætu ( 3 töp, 1 jafnt, 2 sigrar). Elskuleg tengdamóðir mín kom síðan með Lúkas yfir fjallið svo ég þyrfti ekki að krossa það eina ferð enn seinnipartinn í dag.  Heim....heim...heim....í grill til góðra vina í bústað og nú er það barasta beint í ból. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband