Sandkassinn !!

Af hvurju þarf þetta alþingisfólk alltaf að haga sér eins og það sé statt í sandkassa en ekki á alþingi.  Þegar við foreldrar ölum börnin okkar upp þá leggjum við mikið upp úr sátt og samlyndi,- að láta alla njóta góðra verka sinna, vera jákvæð og sýna samstöðu.  Ekki nöldra og tuða bara af því að við erum ekki í "hinu" liðinu.  Við erum bara eitt lið.  Nú sem aldrei fyrr ætti að reyna á að við Íslendingar erum eitt lið.  Við þurfum að vinna saman í að rétta úr kútnum.  Líka á alþingi,- og já,- eiginlega sérstaklega á alþingi.  Mikið vildi ég óska að alþingisfólk hætti að eyða tímanum í að níða skóinn hvurt af öðru og finna galla í öllu sem er gert,- þetta á bæði við um stjórn og stjórnarandstöðu.  Það er kominn tími til að innleiða samvinnu á þessum vinnustað. Það má ekki vera þannig að foreldar segi við börnin sín,- " hættið nú að rífast,- þið eruð eins og alþingisfólk í sandkassa".

Semsagt,- ef að alþingisfólk vill virkilega öðlast virðingu þjóðarinnar aftur,- þá verður það að láta af þessum ósið og fara að sinna því sem skiptir máli. 


mbl.is Yfirlýsing ómarktæk á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband