Finnar gera fleira...

...en að mennta kennara sína vel.  Í Finnlandi er heildarhugsun/umhyggja í kringum börnin í skólakerfinu,- þar fá öll börn heitan mat í hádeginu sér að kostnaðarlausu ( og svo hefur verið siðan í heimstyrjöldinni síðari), ef barn þarf iðjuþjálfun/sjúkraþjálfun/talþjálfun o.s.frv. þá skilst mér að það sé tekið á því innan skólanna.  Eftir því sem mér er sagt þá er í raun hlúð að öllu í kringum hvert barn á heildrænan hátt innan skólans,- í það fer fjármagn.  Grunnhugmyndin er greinilega umhyggja og heildstæði.  Við hér erum líklega of mikið að búta börnin í sundur,- taka á þessum þætti hér og hinum þættinum þarna. 

Oft þarf nefnilega að fara aðrar leiðir en þær augljósu.   Ef barn nær hefur ekki tök á ákveðnu efni í náttúrufræði þá er ekki endilega leiðin að kenna því meiri náttúrufræði.  Það þarf kannske að gefa barninu heitan mat,- efla sjálfstraust þess og hvað og hvað.  Láta því líða vel og þá getur það lært !!


mbl.is PISA-könnun vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Efast ekki um allt þetta er rétt hjá þér um finnsku skólana en finnst þér þá ekki merkilegt að þeir greiða minnst til skólamála af Norðurlöndunum (Noregur mest) og við næst mest?

Finnst þér koma til greina að leggja af samræmd próf í tja ... t.d. bara 4. bekk?  Finnst þér koma til greina að skólar þurfi ekki að keppa sín á milli hver sé með hæstu einkunnina á samræmdu prófunum (og til þess að koma sem best út leyfum við þeim sem við vitum að ekki koma til með að skora hátt að vera heima daginn sem prófið fer fram).

Mér finnst reyndar að við þyrftum að taka upp aftur kennslu í lestri og reikningi í yngstu bekkjunum en það er svo annar handleggur ...

alla (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 20:37

2 identicon

Obbobobb, ekki segja mér ad tad sé haett ad kenna lestur og reikning í yngstu bekkjunum á Íslandi, ég á nú bágt med á trúa tví :/ Allavega hafa braedur mínir laert baedi ad lesa og skrifa á medan ég hef verid fjarverandi og mér vitanlega eru teir ekki fluttir til Finnlands.

En ad sjálfsögdu skelliru tér á hjónaball kona, lofa ad tjóna tér extra vel.

Ásta Hlín (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 02:16

3 identicon

Hlustaði á umræður í dægurmálaútvarpinu í gær varðandi þessar niðurstöður. Þar kom fram að finnskum börnum líður verst í skólanum. Mér finnst skólakerfi þar sem börnum líður illa ekki vera gott skólakerfi.

kv. Ólína

Ólína (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband